Viðskipti innlent

Ís­lands­banki frestar birtingu til­nefninga til stjórnar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hluthafafundur Íslandsbanka fer fram þann 28. júlí. 
Hluthafafundur Íslandsbanka fer fram þann 28. júlí.  Vísir/Egill

Tilnefninganefnd Íslandsbanka hefur frestað birtingu tilnefninga til stjórnar bankans um eina viku. 

Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að nefndin hyggst birta tilnefningar til stjórnar bankans í síðasta lagi þann 21. júli. Áður hafi þær átt að birtast ekki síðar en 14. júlí. 

Boðað hefur verið til hluthafafundar Íslandsbanka þann 28. júlí þar sem kosið verður í stjórn og varastjórn bankans. Auk þess verður formaður stjórnar útnefndur. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×