Viðskipti innlent

Fabrikkunni á Höfða­torgi lokað í dag

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hamborgarafabrikkan á Höfðatorgi verður sótthreinsuð í dag.
Hamborgarafabrikkan á Höfðatorgi verður sótthreinsuð í dag. Hamborgarafabrikkan

Rekstrar­aðilar Ham­borgara­fabrikkunnar hafa á­kveðið að loka veitinga­stað sínum á Höfða­torgi í dag og grípa til sótt­varnar­ráð­stafana vegna mögu­legrar nóró­veiru­sýkingar á staðnum. Þetta stað­festir fram­kvæmda­stjóri Fabrikkunnar í sam­tali við Vísi.

„Vonandi er þetta yfir­staðið en við viljum samt grípa til ráð­stafana og fara í sama pakka hér og við fórum í í Kringlunni,“ segir María Rún Haf­liða­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Fabrikkunnar. Eins og komið hefur fram urðu rúm­lega hundrað manns veikir eftir að hafa snætt á Fabrikkunni í Kringlunni um helgina og fjórir eftir að hafa snætt á Höfða­torgi. 

Ekkert fannst í mat­vælum né sósum

María segir að niður­stöður úr sýna­tökum heil­brigðis­eftir­litsins úr veikum gestum liggi enn ekki fyrir en þær munu liggja fyrir síðdegis. Hins vegar hafi Fabrikkan sjálf sent sósur sínar og ham­borgara í greiningu.

„Þetta var allt saman í lagi og þá fer maður að hallast að því að þetta geti hafa verið nóró­veira. Þess vegna viljum við sótt­hreinsa allt hjá okkur og bregðast við með við­eig­andi hætti, rétt eins og við gerðum í Kringlunni,“ segir María.

Hún segir á­kvörðunina vera tekna með öryggi við­skipta­vina og starfs­manna í huga. Ham­borgara­fabrikkan hafi starfað í rúm þrettán ár og þann tíma lagt á­herslu á vönduð vinnu­brögð og gæði matar og þjónustu.

„Það er okkur því mikið á­fall að upp­lifa at­burði af þessum toga. Við þökkum við­skipta­vinum okkar og starfs­mönnum fyrir skilninginn og þolin­mæðina,“ segir María Rún.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×