Viðskipti innlent

Fabrikkan í Kringlunni opin á ný

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Veitingahúsið opnaði á ný í gær eftir sólarhringsvinnu af sótthreinsun og öðrum þrifum.
Veitingahúsið opnaði á ný í gær eftir sólarhringsvinnu af sótthreinsun og öðrum þrifum. Hamborgarafabrikkan

Ham­borgara­fabrikkan í Kringlunni opnaði aftur í gær eftir að hafa lokað um stund eftir að hátt í hundrað til­kynningar bárust heil­brigðis­eftir­liti vegna mögu­legrar nóró­veiru­smita. Fram­kvæmda­stjóri segir sóla­hrings­vinnu hafa falist í því að sótt­hreinsa staðinn og henda mat­vælum. Heil­brigðis­eftir­litið segir rann­sókn á upp­runa veikindanna enn standa yfir.

Vísir greindi frá því í fyrra­dag að Ham­borgara­fabrikkan í Kringlunni hefði á­kveðið að loka eftir að upp kom maga­pest meðal gesta staðarins. Verk­efna­stjóri hjá Land­lækni sagði í gær að til­kynningar hefðu borist til em­bættisins vegna veikinda sem svipaði til nóró­veiru­sýkingar. Niður­stöður úr fólki sem til­kynnti sig veikt eru væntan­legar seinni partinn í dag.

Hafa átt í góðu sam­starfi við heil­brigðis­eftir­lit

María Rut Haf­liða­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Fabrikkunnar, segir í sam­tali við Vísi að staðurinn bíði enn svara frá heil­brigðis­eftir­litinu og niður­stöðu úr sýna­töku en sósur staðarins voru sendar til Sýni til greiningar.

Hún segir að um sólar­hrings­vinnu hafi verið að ræða við sótt­hreinsun á staðnum og við að henda mat­vælum. Starfsfólk staðarins hafi átt í góðu sam­starfi við heil­brigðis­eftir­litið og muni halda því á­fram.

Vita enn ekki upprunann

Í svörum frá Jóni Ragnari Gunnars­syni, heil­brigðis­full­trúa Reykja­víkur­borgar, til Vísis kemur fram að enn sé ekki vitað hvort nóró­veiran hafi ollið veikindum gesta eða ekki.

„Nóró­veira getur borist í mat­væli frá ein­stak­lingum sem eru veikir eða hafa ný­lega verið veikir af völdum hennar. Ekki liggur fyrir hver upp­runi hóp­sýkingarinnar er á þessari stundu.“

Hann segir fjórar til­kynningar einnig hafa borist heil­brigðis­eftir­litinu um veikindi eftir neyslu mat­væla í Fabrikkunni í Katrínar­túni. Ekki sé hægt að full­yrða neitt um tengsl þessara veikinda.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×