Körfubolti

Skelfi­legur þriðji leik­hluti varð Ís­landi að falli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Almar Atlason átti góðan leik í dag.
Almar Atlason átti góðan leik í dag. FIBA

Ísland er úr leik á Evrópumóti karla skipað leikmönnum 20 ára og yngri í körfubolta Liðið beið lægri hlut gegn heimamönnum í Grikklandi í 16-liða úrslitum, lokatölur 83-75.

Íslenska liðið komst í 16-liða úrslit þrátt fyrir aðeins einn sigur í D-riðli. Þar lagði liðið Slóveníu en tapaði gegn Þýskalandi og Frakklandi. Í dag lék liðið vel í þremur af fjórum leikhlutum en það dugði því miður ekki til.

Staðan var jöfn að loknum fyrsta leikhluta og Ísland leiddi með fjórum stigum í hálfleik. Það gekk hins vegar ekkert upp í þriðja leikhluta, íslenska liðið skoraði aðeins 11 stig gegn 24 hjá Grikklandi og var það munur sem liðið gat ekki unnið upp. Lokatölur 83-75 og Grikkir komnir í 8-liða úrslit.

Orri Gunnarsson var stigahæstur hjá Íslandi með 21 stig ásamt því að taka 5 fráköst og gefa eina stoðsendingu. Almar Atlason kom þar á eftir með 19 stig, 5 fráköst og eina stoðsendingu. Tómas Þrastarson skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×