„Endaði þannig að Davíð Oddsson borgaði bara skipið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2023 08:38 Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, var forstjóri N1 árin 2006 til 2012. Vísir/Vilhelm Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi og fyrrverandi forstjóri N1, segist aldrei hafa litið Norðmenn sömu augum eftir að Ísland varð næstum því olíulaust í nokkrar vikur skömmu eftir bankahrun á Íslandi árið 2008 þegar norska olíufyrirtækið Statoil neitaði N1 um 60 daga greiðslufrest. Hermann, sem var forstjóri N1 árin 2006 til 2012, rifjaði þetta upp í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark en Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um málið. Hermann segir N1 hafa leitað til Statoil, sem nú heitir Equinor, vegna flutnings á olíu að andvirði 23 milljóna dala til landsins. Þá hafi N1 hins vegar einungis verið með 3,5 til 4 milljarða króna í lausafé og almennt þurfi að staðgreiða olíu. N1 hafi í ljósi stöðunnar óskað eftir 60 daga greiðslufresti gegn bankaábyrgð frá Seðlabanka Íslands. Félagið hafi átt í viðskiptum við Statoil í 30 ár vandkvæðalaust. Seðlabankinn til bjargar „Það kom svar daginn eftir að því miður myndi það ekki ganga. Seðlabankinn nyti ekki trausts,“ segir Hermann sem bætir því við að N1 hafi svarað Statoil samdægurs og fengið lítið skuldsettan ríkissjóð til að ábyrgjast greiðsluna. Statoil hafnaði hins vegar beiðninni. „Það endaði bara þannig að Davíð Oddsson, sem þá var seðlabankastjóri, borgaði bara skipið, þ.e. þessar 23 milljónir dollara. Hann var eini maðurinn sem átti gjaldeyri,“ segir Hermann. N1 greiddi Seðlabankanum til baka í krónum. „Við fengum áfyllinguna. Að öðrum kosti hefði verið svona 4-5 vikna bið eftir að komast á pípuna aftur, ef skipið okkar hefði þurft að fara. Það bjargaði því að það varð ekki olíulaust á Íslandi.“ Norska fjármálaráðuneytið hafnaði beiðninni Hermann lýsir því að hann hafi beitt sér fyrir því eftir þetta að koma í veg fyrir að Statoil gæti tekið þátt í næsta útboði erlendra olíusala til N1 en íslensk olíufélög hafa yfirleitt bara einn erlendan olíubirgi. Farið var í slíkt útboð annað hvert ár og Statoil oftast fyrirtækið með besta boð, enda með stóra olíuhreinsunarstöð í Noregi. N1 samdi hins vegar við finnska olíufélagið Nesta Oil og stóð það samstarf yfir í tvö til þrjú ár. „Það var í rauninni mitt svar við þessari trakteringu Statoil á þessum tíma. Þeim var alveg sama um íslenska þjóð og alveg sama um þann vanda sem stóð fyrir dyrum. Þetta var algjörlega minniháttar mál fyrir þá.“ Hermann segir síðast hafa komist að því að norska fjármálaráðuneytið hafi hafnað beiðni forsvarsmanna Statoil, sem er í meirihlutaeigu norska ríkisins, um að veita N1 greiðslufrest. „Það var gert til þess að neyða Íslendinga í eitthvað prógramm hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það átti bara að svelta okkur til hlýðni með öllum ráðum. Síðan hef ég aldrei litið Norðmenn sömu augum.“ Bensín og olía Hrunið Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Hermann, sem var forstjóri N1 árin 2006 til 2012, rifjaði þetta upp í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark en Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um málið. Hermann segir N1 hafa leitað til Statoil, sem nú heitir Equinor, vegna flutnings á olíu að andvirði 23 milljóna dala til landsins. Þá hafi N1 hins vegar einungis verið með 3,5 til 4 milljarða króna í lausafé og almennt þurfi að staðgreiða olíu. N1 hafi í ljósi stöðunnar óskað eftir 60 daga greiðslufresti gegn bankaábyrgð frá Seðlabanka Íslands. Félagið hafi átt í viðskiptum við Statoil í 30 ár vandkvæðalaust. Seðlabankinn til bjargar „Það kom svar daginn eftir að því miður myndi það ekki ganga. Seðlabankinn nyti ekki trausts,“ segir Hermann sem bætir því við að N1 hafi svarað Statoil samdægurs og fengið lítið skuldsettan ríkissjóð til að ábyrgjast greiðsluna. Statoil hafnaði hins vegar beiðninni. „Það endaði bara þannig að Davíð Oddsson, sem þá var seðlabankastjóri, borgaði bara skipið, þ.e. þessar 23 milljónir dollara. Hann var eini maðurinn sem átti gjaldeyri,“ segir Hermann. N1 greiddi Seðlabankanum til baka í krónum. „Við fengum áfyllinguna. Að öðrum kosti hefði verið svona 4-5 vikna bið eftir að komast á pípuna aftur, ef skipið okkar hefði þurft að fara. Það bjargaði því að það varð ekki olíulaust á Íslandi.“ Norska fjármálaráðuneytið hafnaði beiðninni Hermann lýsir því að hann hafi beitt sér fyrir því eftir þetta að koma í veg fyrir að Statoil gæti tekið þátt í næsta útboði erlendra olíusala til N1 en íslensk olíufélög hafa yfirleitt bara einn erlendan olíubirgi. Farið var í slíkt útboð annað hvert ár og Statoil oftast fyrirtækið með besta boð, enda með stóra olíuhreinsunarstöð í Noregi. N1 samdi hins vegar við finnska olíufélagið Nesta Oil og stóð það samstarf yfir í tvö til þrjú ár. „Það var í rauninni mitt svar við þessari trakteringu Statoil á þessum tíma. Þeim var alveg sama um íslenska þjóð og alveg sama um þann vanda sem stóð fyrir dyrum. Þetta var algjörlega minniháttar mál fyrir þá.“ Hermann segir síðast hafa komist að því að norska fjármálaráðuneytið hafi hafnað beiðni forsvarsmanna Statoil, sem er í meirihlutaeigu norska ríkisins, um að veita N1 greiðslufrest. „Það var gert til þess að neyða Íslendinga í eitthvað prógramm hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það átti bara að svelta okkur til hlýðni með öllum ráðum. Síðan hef ég aldrei litið Norðmenn sömu augum.“
Bensín og olía Hrunið Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent