Viðskipti innlent

Kvika slítur sam­runa­við­ræðum við Ís­lands­banka

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kvika banki hefur slitið samrunaviðræðum við Íslandsbanka.
Kvika banki hefur slitið samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Kvika

Kvika banki hefur til­kynnt að bankinn hafi slitið við­ræðum um mögu­legan sam­runa bankans við Ís­lands­banka. Þetta kemur fram í til­kynningu frá bankanum til Kauphallarinnar. Íslandsbanki segist sammála þeirri ákvörðun.

Þar kemur fram að undan­farna mánuði hafi staðið yfir við­ræður um mögu­legan sam­runa bankanna. Fé­lögin hafi á­samt er­lendum og inn­lendum ráð­gjöfum sínum unnið að því að meta mögu­lega sam­legð af sam­runa og stöðu sam­einaðs fé­lags á markaði. Viðræður hófust í febrúar síðastliðnum.

Í til­kynningu Kviku banka segir að í kjöl­far þeirrar vinnu sé það mat stjórnar Kviku að veru­legur á­vinningur geti falist í sam­runa. Við­ræðurnar hafa verið góðar en hafa hins vegar ekki enn leitt til sam­eigin­legrar niður­stöðu um skipta­hlut­föll.

„Í ljósi at­burða síðustu daga og þess að fyrir­séð er að boðað verði til hlut­hafa­fundar hjá Ís­lands­banka og mögu­legs stjórnar­kjörs, telur stjórn Kviku ekki for­sendur til þess að halda samninga­við­ræðum á­fram,“ segir í yfir­lýsingu frá Kviku.

„Þó er ljóst að á­vinningur af sam­runa fé­laganna gæti orðið veru­legur og hefur stjórn Kviku lýst yfir vilja sínum til þess að hefja við­ræður að nýju ef for­sendur skapast.“

Íslandsbanki sammála

Í stuttri tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallarinnar kemur fram að stjórn bankans sé sammála ákvörðun stjórnar Kviku.

„Íslandsbanka barst í dag bréf frá stjórn Kviku þar sem fram kom sú ákvörðun stjórnar Kviku að slíta samrunaviðræðum við Íslandsbanka sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði. Stjórn Íslandsbanka er sammála þeirri niðurstöðu að rétt sé að slíta samrunaviðræðum.“

Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum stjórnar Íslandsbanka.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×