Viðskipti innlent

Ekki hægt að gera starfs­­menn per­­sónu­­lega á­byrga fyrir sektar­greiðslum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Nefndin spurði fulltrúa Seðlabankans spjörunum úr.
Nefndin spurði fulltrúa Seðlabankans spjörunum úr. Vísir/Vilhelm

Hægt er að hafa fullt traust á ís­lensku fjár­mála­kerfi þrátt fyrir þá at­vika­lýsingu sem lesa má um í sátt Fjár­mála­eftir­litsins við Ís­lands­banka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efna­hags-og við­skipta­nefnd fyrir skemmstu. Full­trúar frá Seðla­bankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins.

Fundar­efni er brot Ís­lands­banka við sölu­með­ferð eignar­hluta ríkisins í bankanum. Björk Sigur­gísla­dóttir, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eftir­lits Seðla­banka Ís­lands, Gunnar Jakobs­son, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­stöðug­leika Seðla­banka Ís­lands og Gunnar Þór Péturs­son, nefndar­maður í fjár­mála­eftir­lits­nefnd Seðla­banka Ís­lands sátu fyrir svörum.

„Það hefur örlað á því í um­ræðunni um þetta mál að fjár­mála­kerfið í heild sé undir og ýjað að því að mögu­lega sé sama staða uppi annars staðar eða í annarri starf­semi,“ sagði Gunnar Jakobs­son, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­stöðguleika­sviðs Seðla­banka Ís­lands.

„Stærsti hluti starf­semi þessara banka lýtur að við­skipta­banka­starf­semi og það eru engar vís­bendingar um að þar sé að finna sam­bæri­lega ann­marka líkt og getið er um í þessari sátt,“ sagði Gunnar og sagði mikil­vægt að geta þess að hægt væri að hafa fullt traust á fjár­mála­kerfinu þrátt fyrir Ís­lands­banka­málið.

Ekki sátt heldur játning

Þá voru full­trúar Seðla­bankans meðal annars spurðir af því af Ást­hildi Lóu Þórsdóttur, þing­manni Flokks fólksins, hvort að þeim fyndist það eðli­legt að starfs­menn bankans væru al­gjör­lega stikk­frí í málinu og hvort hægt hefði verið að beita per­sónu­legum sektar­greiðslum gegn þeim. Spurði hún einnig hvers vegna sátta­leið hefði verið farin.

„Ís­lands­banki óskar sjálfur eftir því að ljúka málinu með þessum hætti. Aðili viður­kennir að hann hafi brotið af sér og ræðst í úr­bætur. Bæði hefur bankinn óskað eftir sáttinni, gengst við brotum og hefur þegar hafið úr­bætur,“ svaraði Björk Sigur­gísla­dóttir, vara­seðla­banka­stjóri Fjár­mála­eftir­lits. Hún segir bankann eiga eftir að skila út­tekt á úr­bótum sínum í haust sem eftir­lit verði með og tryggt að verði full­nægjandi.

Gunnar Þór Péturs­son, nefndar­maður í fjár­mála­eftir­lits­nefnd Seðla­banka Ís­lands, segir að Seðla­bankinn hafi ekki úr­ræði til þess að gera starfs­menn bankans per­sónu­lega á­byrga fyrir greiðslu sektarinnar. Þá segir Gunnar Jakobs­son að það lýsi málinu ekki endi­lega nægi­lega vel að tala um sátt.

„Það er að þvælast fyrir okkur þegar við tölum um sátt að það séu allir sáttir. Þetta snýst um það að það er játning og við ljúkum málinu með játningu og þeim at­vika­lýsingum á þeim brotum sem hafa verið framin. Mitt mat er að það sé heppi­legt að ljúka málum með játningu í stað þess að fara með mál fyrri dóm.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×