Viðskipti innlent

Al­vot­ech og HÍ endur­nýja starfs­samning

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Samstarf Alvotech og HÍ hófst árið 2018. 
Samstarf Alvotech og HÍ hófst árið 2018.  Háskóli Íslands

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Róbert Wessmann, forstjóri líftæknifyrirtækisins Alvotech, undirrituðu í dag samning sem tryggir áframhaldanadi samstarf háskólans við fyrirtækið.

Í tilkynningu er sagt frá afurðum samstarfsins í rannsóknum, kennslu og nýsköpun. Sem dæmi má nefna meistaranám í iðnaðarlíftækni, starfsþjálfun fyrir nýútskrifaða nemendur í hinum ýmsu raungreinum, rannsóknarverkefni innan vébanda Alvotech og þrjú málþing um nýsköpun, líftækni og lyfjafræði. 

Nýr samstarfssamningur var undirritaður í dag við stutta athöfn í Aðalbyggingu HÍ. Jón Atli og Róbert segja báðir áframhaldandi samstarf Alvotech og Háskóla Íslands mikið ánægjuefni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×