Handbolti

Gísli Þorgeir mættur til leiks í úrslitaleiknum

Siggeir Ævarsson skrifar
Gísli Þorgeir er mættur til leiks í úrslitaleikinn þrátt fyrir að hafa meiðst illa í undanúrslitunum í gær
Gísli Þorgeir er mættur til leiks í úrslitaleikinn þrátt fyrir að hafa meiðst illa í undanúrslitunum í gær Vísir/Getty

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi Magdeburg, er mættur til leik í úrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa meiðst illa í gær. Talið var að Gísli hefði farið úr axlarlið enn einu sinni og yrði lengi frá.

Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburgar í samtali við handball-world eftir leikinn í gær að Gísli hefði farið úr axlarlið og yrði lengi frá, en hann hafði farið tvisvar úr axlarlið áður, síðast fyrir um tveimur árum síðan. Það er þó allt útlit fyrir að sú greining hafi ekki verið rétt og er Gísli mættur að hita upp með liðinu.

Samkvæmt heimildum Vísis var Gísli sprautaður í öxlina og virðist ekki kenna sér meins og er leikfær, en úrslitaleikur Magdeburg og Kielce hefst núna kl. 16:00


Tengdar fréttir

Magdeburg og Kielce mætast í úrslitum Meistaradeildarinnar

Pólska liði Kielce tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta þegar liðið lagði frönsku meistarana í PSG með einu marki, 25-24. Liðið mætir þýsku meisturunum í Magdeburg í úrslitum í dag kl. 16:00

Það fyrsta sem Gísli Þorgeir sagði: „Vinnið þetta fyrir mig“

Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína hjá Magdeburg vinsamlega um að vinna leik liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla eftir að ljóst varð að hann gæti ekki haldið áfram í þessum mikilvæga leik vegna meiðsla á öxl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×