Viðskipti innlent

Kjör­ræðis­­maður Rúss­lands hættir hjá Kaup­­fé­laginu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ólafur Ágúst Andrésson, hefur verið kjörræðismaður Rússlands á Íslandi frá 2014.
Ólafur Ágúst Andrésson, hefur verið kjörræðismaður Rússlands á Íslandi frá 2014. Aðsent

Ólafur Ágúst Andrésson, kjörræðismaður Rússa á Íslandi og forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga eftir 27 ára starf fyrir félagið.

Kaupfélag Skagfirðinga greinir frá vistaskiptum Ólafs Ágústs Andréssonar í fréttatilkynningu en þar er hann bara nefndur Ágúst Andrésson. Í tilkynningunni segir að það sé samkomulag um að Ágúst starfi hjá félaginu fram yfir sláturtíð í haust og verði svo til ráðgjafar ákveðinn tíma í framhaldinu.

Þar segir einnig að á starfstíma Ágústs hafi starfsemi kjötafurðasviðs KS vaxið mikið, ekki síst á síðustu árum. Í dag myndi nokkrar rekstrareiningar kjötafurðasvið félagsins. 

Þær eru sauðfjár- og stórgripasláturhús á Sauðárkróki, stórgripasláturhús á Hellu, kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík og sauðfjársláturhús á Hvammstanga sem er í sameiginlegu eignarhaldi með Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga.

Stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga þakka Ágústi fyrir gott samstarf og árangursríkt starf fyrir félagið og íslenska bændur.

Ólafur Ágúst hefur frá árinu 2014 verið kjörræðismaður Rússa. Í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári var hann spurður út í þann möguleika að slíta samstarfi við Rússa. Hann sagðist þá ekki einu sinni hafa hugleitt það. 


Tengdar fréttir

Kaup­fé­lag Skag­firðinga eigi ekki að flytja inn kjöt

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, haldinn 6. júní, beindi því til stjórnar að Kaupfélagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Ályktunin kemur á sama tíma og Alþingi hættir tollfrjálsum innflutningi á úkraínsku kjöti.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×