Körfubolti

Lætur Biden heyra það og spyr hve­nær lið hennar megi heim­sækja Hvíta húsið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Wilson er allt annað en sátt með forsetann.
Wilson er allt annað en sátt með forsetann. Erica Denhoff/Getty Images-AP/Andrew Harnik

A´ja Wilson, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í körfubolta lét Joe Biden Bandaríkjaforseta heyra það eftir að forsetinn fór með fleipur á Twitter-síðu sinni.

Þannig er mál með vexti að Biden hrósaði nýverið Vegas Golden Knights fyrir að sigra NHL-deildina í íshokkí. Sagði hann að loks ætti hin stolta bandaríska borg Vegas ætti nú loks meistara í atvinnumannaíþrótt.

Í kjölfarið rigndi tístum yfir forsetann þar sem bent var á að Las Vegas Spades hefðu unnið WNBA-deildina í körfubolta árið 2022. Þar á meðal var hin 26 ára gamla A´ja Wilson en sú er lykilmaður í liði Spaðanna.

Hún sendi forsetanum skýr skilaboð og spurði svo hvenær Las Vegas Spades væri boðið í Hvíta húsið eins og vani er. 

Fyrir utan árin 2020 og 2021 vegna Covid-19 þá hefur Hvíta húsið boðið öllum helstu íþróttafélögum landsins að fagna titlum sínum með forsetanum. Til að mynda mætti LSU-háskólinn í Hvíta húsið fyrr á árinu að fagna titli sínum með Biden og eiginkonu hans, Dr. Jill Biden.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×