Veður

Áfram misskipting á 17. júní

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Svona lítur 17. júní út á veðurkortinu.
Svona lítur 17. júní út á veðurkortinu. skjáskot

Veðrið á þjóðhátíðardaginn verður áþekkt því sem hefur verið síðustu vikur, meginstefið er misskipting sólskins og hita á landinu

„Það verður ágætlega hlýtt en vel hlýtt austan Skagafjarðar,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur um veðrið á þjóðhátíðardaginn 17. júní sem haldinn verður á morgun. Ekki er búist við sólskini fyrir sunnan.

„Þetta er eins og hefur verið, þungbúið hér fyrir sunnan þótt það verði hlýtt. Svipað og í dag en verður ívið svalara á morgun. Allt austan við Skagafjörð lítur vel út, þar er vel hlýtt, en aðrir fá mun minna.“ 

Er ekkert lát á þessum hita fyrir austan?

„Jú, jú, þetta er alveg að detta upp fyrir,“ segir Óli Þór. „Sunnudagurinn verður heldur svalari og það verður komin einhver úrkoma allvíða fyrir norðan. Síðan eru ekki sérstök hlýindi í kortunum, fer ekki yfir tuttugu stig, þó hlýjast á norðausturlandi áfram.“

Skrúðganga á 17. júní.Vísir/Daníel


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×