Skynsamleg skref í hárrétta átt Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 11. júní 2023 09:01 Nýsamþykkt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir sparnaði í ríkisrekstri með það að markmiði að draga úr verðbólguþrýstingi. Lagt er upp með aðhald á næsta ári upp á 8,8 milljarða króna með auknum sparnaði í rekstri stofnana, sérstöku viðbótaraðhaldi á aðalskrifstofur ráðuneyta og frestun fjárfestinga. Lagðar eru fram aðgerðir sem hafa það að markmiðið að draga úr opinberum útgjöldum án þess þó að skerða heilbrigðis- og grunnþjónustu í landinu. Um þá þjónustu ætlum við að standa vörð. Afkomutryggingakerfin og velferðarþjónusta eru áfram undanþegin aðhaldi og engin aðhaldskrafa er gerð á almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar, sjúkratryggingar og heilbrigðis- og öldrunarstofnanir. Þá er aðhaldsmarkmið í rekstri framhalds- og háskóla lægra en almennt aðhald, eða 0,5% og felld er niður aðhaldskrafa á fangelsismál og á löggæslu á árunum 2024 og 2025. Þá mun ríkisstjórnin áfram styðja þá hópa sem erfiðast eiga með að mæta áhrifum verðbólgunnar og vaxtahækkana. Til að verja kaupmátt elli- og örorkulífeyrisþega verða bætur almannatrygginga hækkaðar á miðju ári um 2,5%. Til að húsnæðisbætur skerðist ekki á móti er frítekjumark húsnæðisbóta jafnframt hækkað um 2,5% afturvirkt frá og með 1. janúar 2023. Hvort tveggja er til viðbótar við 7,4% hækkun í upphafi árs. Jákvæðar aðgerðir á framboðshlið húsnæðismarkaðar Síðustu misseri hef ég fjallað mikið um stöðuna í húsnæðismálum og viðrað áhyggjur mínar af stöðunni á húsnæðismarkaði til framtíðar ef ekkert yrði að gert. Það er að afleiðingarnar yrðu á endanum hátt fasteigna- og leiguverð sem leiða myndi að óbreyttu til aukins þrýstings á verðbólgu. Það er auðvitað þannig að húsnæði er ein af grunnþörfum mannsins og hefur áhrif á allt okkar daglega líf, allt frá andlegri heilsu okkar til efnahagslegs stöðugleika og aukinnar samheldni í samfélaginu. Það er því mjög jákvætt að ríkisstjórnin hafi nú kynnt raunverulegar og skynsamlegar aðgerðir um kröftuga húsnæðisuppbyggingu inn í úrræði sem munu gagnast þeim hópum samfélagsins sem hafa átt hvað erfiðast með að koma sér þaki yfir höfuðið á undanförnum árum. Það er því sérstakt fagnaðarefni að verið er að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins auk þess sem framlög til hlutdeildarlána verða aukin enn frekar. Í stað þess að 500 íbúðir verði byggðar árlega árin 2024 og 2025 með stuðningi ríkisins verða þær 1000 á ári. Þessar aðgerðir telja og hjálpa til. Auk þess verður 250 nýjum íbúðum bætt við fyrri áætlanir þessa árs og verða þá samtals tæplega 800. Þetta styður við aukið framboð á húsnæðismarkaði. Hér er um tvíþættar aðgerðir að ræða þar sem annars vegar stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á hagkvæmum leiguíbúðum og hins vegar aukin framlög til hlutdeildarlána sem veitt eru til kaupa á nýjum íbúðum og standa fyrstu kaupendum undir tilteknum tekjumörkum til boða. Á manna máli þýðir þetta að það verður farið í stórátak við að byggja hagkvæmar íbúðir fyrir þann hóp samfélagsins sem hefur staðið einna verst og hefur átt erfitt uppdráttar við að komast inn á fasteignamarkaðinn. Staðan á leigumarkaðnum hefur einnig verið erfið vegna ástandsins, því er mikilvægt að koma þar á stöðugleika. Samhliða þeim aðgerðum sem ég hef hér farið yfir er unnið að lagabreytingum sem munu tryggja betur réttarstöðu leigjenda á húsnæðismarkaði, en búast má við tillögum þess efnis fyrir 1. júlí næstkomandi. Undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, hafa verið kynnt metnaðarfull markmið um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032 í samvinnu við sveitarfélögin í landinu. Vinnan felst m.a. í að kortleggja lóðir sem til staðar eru, hvort sem það eru nýbyggingarsvæði eða þéttingarreitir og gera kostnaðarmat svo hægt sé að framkvæma íbúðir á viðráðanlegu verði fyrir almenning. Hér er um að ræða mikla vinnu þar sem verið er að greina stöðuna á íslenskum íbúðamarkaði og nú í fyrsta skipti eru til haldbær gögn sem hægt er að styðjast við og vinna út frá. Tryggjum nægt lóðaframboð Við vitum þó og þekkjum það að ef raunveruleg uppbygging á hér að eiga sér stað og standast þann metnaðarfulla tímaramma sem innviðaráðherra hefur kynnt, þá þarf að tryggja nægjanlegt framboð lóða á næstu misserum. Sveitarfélög þurfa að hafa svigrúm og getu til að brjóta nýtt land og byggja, samhliða því að þétta byggð. Þannig og einungis þannig munum við komast í mark í því verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur kynnt og ég hef hér farið yfir eru raunverulegar og góð skref í þá átt að tryggja áframhaldandi nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis til næstu ára. Nú þurfa allir að taka höndum saman, því með samhentu átaki er hægt að koma í veg fyrir þá sviðsmynd sem ég hef ítrekað haldið á lofti; að aukinn skortur og samdráttur í uppbyggingu muni koma í bakið á okkur með miklum áhrifum á fasteigna- og leiguverð sem síðar muni leiða til hárrar verðbólgu. Það er ástand sem við megum ekki undir neinum kringumstæðum láta raungerast. Með því að byggja meira um land allt munum við ná tökum á verðbólgunni, annars ekki. Þessar aðgerðir sem nú hafa verið kynntar eru því stórt skref í hárrétta átt og þeim ber að fagna. Ég veit að ástandið er snúið ef svo má segja, en í baráttunni við verðbólguna er ekki í boði að missa móðinn. Við þurfum tímabundið að draga saman seglin en þegar öllu er á botninn hvolft þá búum við í góðu samfélagi og með sameiginlegu átaki allra, það er stjórnvalda, fyrirtækja og almennings í landinu höfum við möguleika til þess að halda áfram þeirri góðu vegferð sem við höfum verið á. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsamþykkt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir sparnaði í ríkisrekstri með það að markmiði að draga úr verðbólguþrýstingi. Lagt er upp með aðhald á næsta ári upp á 8,8 milljarða króna með auknum sparnaði í rekstri stofnana, sérstöku viðbótaraðhaldi á aðalskrifstofur ráðuneyta og frestun fjárfestinga. Lagðar eru fram aðgerðir sem hafa það að markmiðið að draga úr opinberum útgjöldum án þess þó að skerða heilbrigðis- og grunnþjónustu í landinu. Um þá þjónustu ætlum við að standa vörð. Afkomutryggingakerfin og velferðarþjónusta eru áfram undanþegin aðhaldi og engin aðhaldskrafa er gerð á almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar, sjúkratryggingar og heilbrigðis- og öldrunarstofnanir. Þá er aðhaldsmarkmið í rekstri framhalds- og háskóla lægra en almennt aðhald, eða 0,5% og felld er niður aðhaldskrafa á fangelsismál og á löggæslu á árunum 2024 og 2025. Þá mun ríkisstjórnin áfram styðja þá hópa sem erfiðast eiga með að mæta áhrifum verðbólgunnar og vaxtahækkana. Til að verja kaupmátt elli- og örorkulífeyrisþega verða bætur almannatrygginga hækkaðar á miðju ári um 2,5%. Til að húsnæðisbætur skerðist ekki á móti er frítekjumark húsnæðisbóta jafnframt hækkað um 2,5% afturvirkt frá og með 1. janúar 2023. Hvort tveggja er til viðbótar við 7,4% hækkun í upphafi árs. Jákvæðar aðgerðir á framboðshlið húsnæðismarkaðar Síðustu misseri hef ég fjallað mikið um stöðuna í húsnæðismálum og viðrað áhyggjur mínar af stöðunni á húsnæðismarkaði til framtíðar ef ekkert yrði að gert. Það er að afleiðingarnar yrðu á endanum hátt fasteigna- og leiguverð sem leiða myndi að óbreyttu til aukins þrýstings á verðbólgu. Það er auðvitað þannig að húsnæði er ein af grunnþörfum mannsins og hefur áhrif á allt okkar daglega líf, allt frá andlegri heilsu okkar til efnahagslegs stöðugleika og aukinnar samheldni í samfélaginu. Það er því mjög jákvætt að ríkisstjórnin hafi nú kynnt raunverulegar og skynsamlegar aðgerðir um kröftuga húsnæðisuppbyggingu inn í úrræði sem munu gagnast þeim hópum samfélagsins sem hafa átt hvað erfiðast með að koma sér þaki yfir höfuðið á undanförnum árum. Það er því sérstakt fagnaðarefni að verið er að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins auk þess sem framlög til hlutdeildarlána verða aukin enn frekar. Í stað þess að 500 íbúðir verði byggðar árlega árin 2024 og 2025 með stuðningi ríkisins verða þær 1000 á ári. Þessar aðgerðir telja og hjálpa til. Auk þess verður 250 nýjum íbúðum bætt við fyrri áætlanir þessa árs og verða þá samtals tæplega 800. Þetta styður við aukið framboð á húsnæðismarkaði. Hér er um tvíþættar aðgerðir að ræða þar sem annars vegar stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á hagkvæmum leiguíbúðum og hins vegar aukin framlög til hlutdeildarlána sem veitt eru til kaupa á nýjum íbúðum og standa fyrstu kaupendum undir tilteknum tekjumörkum til boða. Á manna máli þýðir þetta að það verður farið í stórátak við að byggja hagkvæmar íbúðir fyrir þann hóp samfélagsins sem hefur staðið einna verst og hefur átt erfitt uppdráttar við að komast inn á fasteignamarkaðinn. Staðan á leigumarkaðnum hefur einnig verið erfið vegna ástandsins, því er mikilvægt að koma þar á stöðugleika. Samhliða þeim aðgerðum sem ég hef hér farið yfir er unnið að lagabreytingum sem munu tryggja betur réttarstöðu leigjenda á húsnæðismarkaði, en búast má við tillögum þess efnis fyrir 1. júlí næstkomandi. Undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, hafa verið kynnt metnaðarfull markmið um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032 í samvinnu við sveitarfélögin í landinu. Vinnan felst m.a. í að kortleggja lóðir sem til staðar eru, hvort sem það eru nýbyggingarsvæði eða þéttingarreitir og gera kostnaðarmat svo hægt sé að framkvæma íbúðir á viðráðanlegu verði fyrir almenning. Hér er um að ræða mikla vinnu þar sem verið er að greina stöðuna á íslenskum íbúðamarkaði og nú í fyrsta skipti eru til haldbær gögn sem hægt er að styðjast við og vinna út frá. Tryggjum nægt lóðaframboð Við vitum þó og þekkjum það að ef raunveruleg uppbygging á hér að eiga sér stað og standast þann metnaðarfulla tímaramma sem innviðaráðherra hefur kynnt, þá þarf að tryggja nægjanlegt framboð lóða á næstu misserum. Sveitarfélög þurfa að hafa svigrúm og getu til að brjóta nýtt land og byggja, samhliða því að þétta byggð. Þannig og einungis þannig munum við komast í mark í því verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur kynnt og ég hef hér farið yfir eru raunverulegar og góð skref í þá átt að tryggja áframhaldandi nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis til næstu ára. Nú þurfa allir að taka höndum saman, því með samhentu átaki er hægt að koma í veg fyrir þá sviðsmynd sem ég hef ítrekað haldið á lofti; að aukinn skortur og samdráttur í uppbyggingu muni koma í bakið á okkur með miklum áhrifum á fasteigna- og leiguverð sem síðar muni leiða til hárrar verðbólgu. Það er ástand sem við megum ekki undir neinum kringumstæðum láta raungerast. Með því að byggja meira um land allt munum við ná tökum á verðbólgunni, annars ekki. Þessar aðgerðir sem nú hafa verið kynntar eru því stórt skref í hárrétta átt og þeim ber að fagna. Ég veit að ástandið er snúið ef svo má segja, en í baráttunni við verðbólguna er ekki í boði að missa móðinn. Við þurfum tímabundið að draga saman seglin en þegar öllu er á botninn hvolft þá búum við í góðu samfélagi og með sameiginlegu átaki allra, það er stjórnvalda, fyrirtækja og almennings í landinu höfum við möguleika til þess að halda áfram þeirri góðu vegferð sem við höfum verið á. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun