Sekt Arion banka vegna innherjaupplýsinga stendur Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 22:02 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banki. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sýknu Seðlabanka Íslands og íslenska ríkisins í máli sem Arion banki höfðaði til þess að fá 88 milljóna króna stjórnvaldssekt hnekkt. Fjármálaeftirlit Seðlabankans lagði sektina á bankann vegna brots á reglum um innherjaupplýsingar. Þann 7. júlí 2020 sektaði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands Arion banka um tæpar 88 milljónir króna fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar um fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir eins fljótt og auðið var. Vefur Mannlífs hafði kvöldið 22. september 2019 birt frétt um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og uppsagnir hjá Arion banka. Bankinn tilkynnti breytingarnar ekki til FME fyrr en 26. september og mat eftirlitið sem svo að breytingarnar hafi ekki verið tilkynntar eins fljótt og auðið er, líkt og kveðið er á um í lögum um verðbréfaviðskipti. Arion banki vildi ekki una sektarákvörðuninni og höfðaði mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur til þess að fá henni hnekkt. Með dómi í apríl síðastliðnum voru Seðlabankinn og ríkið sýknuð af öllum kröfum Arion banka. Ekki fallist á að fréttin væri nægilega ónákvæm Á báðum dómstigum bar Arion banki fyrir sig að innihald fréttar Mannlífs hafi ekki verið það sama og innherjaupplýsingarnar kváðu um. Skipulagsbreytingar með uppsögn starfsfólks hafi ekki verið hluti af þeim innherjaupplýsingum sem bankinn frestaði birtingu á. Í dómi Landsréttar var ekki fallist á að megininntak fréttar vefmiðilsins hefði verið í samræmi við upplýsingar sem þegar hefðu verið opinberar og áður hefði verið fjallað um í fjölmiðlum. Lagt var til grundvallar að fréttin hefði verið nægilega nákvæm til að gefa Arion banka til kynna að ekki hefði tekist að varðveita trúnað um þær innherjaupplýsingar sem hann hafði nýtt sér heimild þágildandi laga um innherjaupplýsingar til að fresta birtingu á. Fréttin hefði í megindráttum verið í samræmi við þær innherjaupplýsingar sem um ræddi og ekki skipti máli þó að umfjöllunin hefði ekki verið í öllum atriðum rétt. Mestu skipti að inntak fréttarinnar hefði gefið til kynna að leki innherjaupplýsinga hefði átt sér stað og hefði Arion banki því ástæðu til að ætla að trúnaður um þær væri ekki lengur tryggður. Við þessar aðstæður hefði hvílt á bankanum afdráttarlaus skylda til að bregðast við með tafarlausri birtingu upplýsinganna. Með vísan til þess var talið að Arion banki hefði gerst sekur um brot á þágildandi lögum og því væru skilyrði til að gera honum stjórnvaldssekt. Dóm Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Seðlabankinn Arion banki Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Þann 7. júlí 2020 sektaði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands Arion banka um tæpar 88 milljónir króna fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar um fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir eins fljótt og auðið var. Vefur Mannlífs hafði kvöldið 22. september 2019 birt frétt um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og uppsagnir hjá Arion banka. Bankinn tilkynnti breytingarnar ekki til FME fyrr en 26. september og mat eftirlitið sem svo að breytingarnar hafi ekki verið tilkynntar eins fljótt og auðið er, líkt og kveðið er á um í lögum um verðbréfaviðskipti. Arion banki vildi ekki una sektarákvörðuninni og höfðaði mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur til þess að fá henni hnekkt. Með dómi í apríl síðastliðnum voru Seðlabankinn og ríkið sýknuð af öllum kröfum Arion banka. Ekki fallist á að fréttin væri nægilega ónákvæm Á báðum dómstigum bar Arion banki fyrir sig að innihald fréttar Mannlífs hafi ekki verið það sama og innherjaupplýsingarnar kváðu um. Skipulagsbreytingar með uppsögn starfsfólks hafi ekki verið hluti af þeim innherjaupplýsingum sem bankinn frestaði birtingu á. Í dómi Landsréttar var ekki fallist á að megininntak fréttar vefmiðilsins hefði verið í samræmi við upplýsingar sem þegar hefðu verið opinberar og áður hefði verið fjallað um í fjölmiðlum. Lagt var til grundvallar að fréttin hefði verið nægilega nákvæm til að gefa Arion banka til kynna að ekki hefði tekist að varðveita trúnað um þær innherjaupplýsingar sem hann hafði nýtt sér heimild þágildandi laga um innherjaupplýsingar til að fresta birtingu á. Fréttin hefði í megindráttum verið í samræmi við þær innherjaupplýsingar sem um ræddi og ekki skipti máli þó að umfjöllunin hefði ekki verið í öllum atriðum rétt. Mestu skipti að inntak fréttarinnar hefði gefið til kynna að leki innherjaupplýsinga hefði átt sér stað og hefði Arion banki því ástæðu til að ætla að trúnaður um þær væri ekki lengur tryggður. Við þessar aðstæður hefði hvílt á bankanum afdráttarlaus skylda til að bregðast við með tafarlausri birtingu upplýsinganna. Með vísan til þess var talið að Arion banki hefði gerst sekur um brot á þágildandi lögum og því væru skilyrði til að gera honum stjórnvaldssekt. Dóm Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Seðlabankinn Arion banki Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira