Pavel um Kristó: Hann ákvað að vera áfram í Val Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 21:30 Pavel Ermolinskij sýndi tilfinningar á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij reyndi að ná Kristófer Acox yfir til Tindastóls en segir að hann hafi ákveðið að vera áfram í Val. Hann segist hafa mestan trúverðugleika sem þjálfari með því nálgast starfið eins og leikmaður. Pavel tók við liði Tindastóls á miðri leiktíð í Subway-deild karla. Hann náði mögnuðum árangri á sinni fyrstu tímabili sem aðalþjálfari og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn. Hann skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning við Stólana. „Þrátt fyrir að hafa verið í þessari stöðu áður að hafa fagnað titli þá einhvern veginn var þetta svo fjarlægt þegar ég kom þarna. Ég sogaðist inn í þeirra stemmningu að vera búinn að bíða eftir þessu lengi og ég upplifði það í gegnum fólkið. Allt frá leikmönnum upp í áhorfendur lengst upp í stúku,“ sagði Pavel í viðtali við Svövu Kristínu en viðtalið birtist í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Pavel hefur nálgast þjálfarastarfið á annan hátt en margir þekkja. Hann býst ekki við því að verða þessi klassíski þjálfari á næstu árum. „Ég get ekki búið til einhverja þjálfarapersónu, þú ert það sem þú ert. Ef þú ætlar að fara að leika eitthvað þá verður það skrýtið og allir taka eftir því, sérstaklega leikmennirnir sem eru að reyna að hlusta á þig.“ „Ekki núna, eftir 10-15 ár mögulega. Í dag er þetta að nálgast þetta sem leikmaður og ég set mig inn í leikinn þannig. Þannig hef ég mestan trúverðugleika gagnvart strákunum.“ „Gangi honum og þeim vel“ Pavel og Kristófer Acox eiga langa körfuboltasögu saman. Hafa þeir unnið ófáa titlana og þá aðallega í KR en þeir urðu einnig Íslandsmeistarar með Val á þarsíðustu leiktíð. Fyrsta verkefni Pavel eftir að hafa skrifað undir samning við Tindastól var að reyna að fá Kristófer norður. „Hann ákvað að vera áfram í Val, það er ekkert sem ég get sagt...,“ sagði Pavel áður en Svava greip orðið. Sagðir þú við hann, Kristó þú getur ekki unnið án mín „Nei, það gerði ég ekki og hann getur það. Hann getur það. Það var ekki söluræðan. Kristófer hefur á síðustu árum þróast mjög mikið sem leiðtogi. Það var fyrst og fremst það sem ég var að reyna að ná í ofan á það sem hann gerir vel sem við vitum alveg hvað er. „Fyrst og fremst fyrir mig þá er þetta náungi sem ég þekki og það var það sem ég var að reyna að ná í, það gekk ekki. Gangi honum og þeim vel.“ Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Pavel tók við liði Tindastóls á miðri leiktíð í Subway-deild karla. Hann náði mögnuðum árangri á sinni fyrstu tímabili sem aðalþjálfari og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn. Hann skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning við Stólana. „Þrátt fyrir að hafa verið í þessari stöðu áður að hafa fagnað titli þá einhvern veginn var þetta svo fjarlægt þegar ég kom þarna. Ég sogaðist inn í þeirra stemmningu að vera búinn að bíða eftir þessu lengi og ég upplifði það í gegnum fólkið. Allt frá leikmönnum upp í áhorfendur lengst upp í stúku,“ sagði Pavel í viðtali við Svövu Kristínu en viðtalið birtist í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Pavel hefur nálgast þjálfarastarfið á annan hátt en margir þekkja. Hann býst ekki við því að verða þessi klassíski þjálfari á næstu árum. „Ég get ekki búið til einhverja þjálfarapersónu, þú ert það sem þú ert. Ef þú ætlar að fara að leika eitthvað þá verður það skrýtið og allir taka eftir því, sérstaklega leikmennirnir sem eru að reyna að hlusta á þig.“ „Ekki núna, eftir 10-15 ár mögulega. Í dag er þetta að nálgast þetta sem leikmaður og ég set mig inn í leikinn þannig. Þannig hef ég mestan trúverðugleika gagnvart strákunum.“ „Gangi honum og þeim vel“ Pavel og Kristófer Acox eiga langa körfuboltasögu saman. Hafa þeir unnið ófáa titlana og þá aðallega í KR en þeir urðu einnig Íslandsmeistarar með Val á þarsíðustu leiktíð. Fyrsta verkefni Pavel eftir að hafa skrifað undir samning við Tindastól var að reyna að fá Kristófer norður. „Hann ákvað að vera áfram í Val, það er ekkert sem ég get sagt...,“ sagði Pavel áður en Svava greip orðið. Sagðir þú við hann, Kristó þú getur ekki unnið án mín „Nei, það gerði ég ekki og hann getur það. Hann getur það. Það var ekki söluræðan. Kristófer hefur á síðustu árum þróast mjög mikið sem leiðtogi. Það var fyrst og fremst það sem ég var að reyna að ná í ofan á það sem hann gerir vel sem við vitum alveg hvað er. „Fyrst og fremst fyrir mig þá er þetta náungi sem ég þekki og það var það sem ég var að reyna að ná í, það gekk ekki. Gangi honum og þeim vel.“
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira