Handbolti

Anton og Jónas dæma á stærsta sviðinu

Sindri Sverrisson skrifar
Anton Gylfi Pálsson býr yfir gríðarlegri reynslu sem dómari á alþjóðlegum vettvangi.
Anton Gylfi Pálsson býr yfir gríðarlegri reynslu sem dómari á alþjóðlegum vettvangi. VÍSIR/VILHELM

Langri handboltaleiktíð er ekki enn lokið hjá dómurunum Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni, þó að þeirra störfum á Íslandi hafi lokið í bili þegar þeir dæmdu oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitil karla á dögunum.

Anton og Jónas hafa nú fengið það hlutverk að dæma á sjálfri Final Four helginni í Köln, þegar úrslitin ráðast í sterkustu félagsliðakeppni heims, Meistaradeild Evrópu.

Þeir Jónas og Elías munu dæma fyrri undanúrslitaleikinn sem er á milli Madgeburg og Barcelona, á þjóðhátíðardaginn 17. júní, en seinni undanúrslitaleikurinn er á milli PSG og Kielce. 

Jónas Elíasson með tvo fingur á lofti í oddaleik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitil karla, í Eyjum.VÍSIR/VILHELM

Degi síðar, sunnudaginn 18. júní, verður svo leikið um brons- og gullverðlaunin, og munu þeir Bojan Lah og David Sok frá Slóveníu sjá um að dæma úrslitaleikinn en hinir norsku Lars Jorum og Havard Kleven dæma bronsleikinn.

Enginn Íslendingur að spila

Í grein handbolta.is kemur fram að þetta verði í þriðja sinn sem að Anton og Jónas dæmi á úrslitahelgi Meistaradeildar karla, og að þetta sé jafnframt sjöundi leikurinn sem að þeir dæmi í keppninni á leiktíðinni sem nú er að ljúka.

Væntanlega verða þeir Jónas og Anton einu Íslendingarnir á vellinum um úrslitahelgina, því Íslendingarnir í liðunum sem spila eru allir meiddir. Það á við um Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson hjá Magdeburg, og Hauk Þrastarson hjá Kielce.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.