Innlent

Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Eigendurnir Eydís og Elva segja mörg tárin hafa fallið síðustu vikur. Þær segja óskiljanlegt að listgreinar fái ekki sama stuðning og íþróttir og tónlist.
Eigendurnir Eydís og Elva segja mörg tárin hafa fallið síðustu vikur. Þær segja óskiljanlegt að listgreinar fái ekki sama stuðning og íþróttir og tónlist. plíe

Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 

Greint er frá þessu á síðu listdandsskólans á Facebook. Skólinn hefur frá árinu 2014 boðið upp á nám í ballet, jazz, teppi og nútímadansi, svo eitthvað sé nefnt. 

Í færslunni segir að skólahaldið gangi ekki í núverandi mynd, vegna ástands í efnahagslífi og samdráttar í heimsfaraldri.

„Yfirbyggingin erorðin svo stór kostnaðarliður að hún er ekki bara erfið, heldur hreinlega óyfirstíganleg,“ segir í færslunni. Leigusali hafi ekki verið tilbúinn að semja og því engir aðrir kostir taldir í stöðunni en að skila lyklunum og félaginu inn. 

„Leiguverð hefur hækkað mikið en stærsti einstaki þátturinn í þessu öllu er líklegasá að starf á borð við Plié nýtur engrar aðkomu eða stuðnings hins opinvera, hvorki ríkis né sveitarfélaga. Við höfum unnið hörðum höndum að því að njóta sömu réttinda og íþróttafélög gera en ekki haft erindi sem erfiði.“

Þeim sé því nauðugur sá kostur að minnka við skólann og hefja starfsemi á nýjum stað með haustinu. „Það mun koma í ljós með tíð og tíma hvar það verður.“

Undir yfirlýsinguna skrifa eigendur Eydís Arna og Elva Rut sem segja mörg tárin hafa fallið undanfarnar vikur. Óskiljanlegt að listgreinar fái ekki sama stuðning og íþróttir og tónlist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×