Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar þjálfara Kadetten Schaffhausen unnu góðan sigur í fyrsta leik liðanna á mánudag en þá mættust liðin á heimavelli Kriens.
Í kvöld var komið að Schaffhausen að spila á heimavelli og nýttu þeir sér tækifærið og komu sér í 2-0 í einvíginu. Óðinn Þór Ríkharðsson átti frábæran leik fyrir Schaffhausen. Hann skoraði 9 mörk og var markahæstur síns liðs.
Sigur Kadetten Schaffhausen í dag var nokkuð öruggur en liðið komst í sex marka forystu snemma í síðari hálfleiknum. Lokatölur 33-25 og Óðinn Þór og félagar geta því tryggt sér meistaratitilinn í þriðja leik liðanna á sunnudag.