Betri stjórnendur með betri samskiptum Guðni Hannes Estherarson skrifar 1. júní 2023 10:31 Ég er einn þeirra sem þurftu að hafa mikið fyrir námi í gegnum tíðina. Reyndar er það svo að mér hefur alltaf fundist mjög flókið að læra það sem ég hef ekki haft verklega reynslu af áður. Það voru því blendnar tilfinningar sem fylgdu því þegar mér bauðst að skrá mig í leiðtoganámið Forysta til framtíðar, í Háskólanum á Bifröst , en það er samstarfsverkefni skólans og vinnuveitanda míns, Samkaupa. Ég var kvíðinn þar sem mér hefur fundist erfitt að læra og námið var á háskólastigi. En þar sem það snýr að verslunarstjórnun, sem er eitthvað sem ég hef reynslu af, ákvað ég að slá til. Markmið námsins, sem er vottað 12ECT eininga háskólanám, er að móta öflugri leiðtoga til framtíðar og byggja upp hæfni og þekkingu. Þannig fær starfsfólk faglega menntun og tækifæri til að þróast sem leiðtogar og takast á við síbreytilegt umhverfi verslunarheimsins. Námið snýst ekki síst um að líta inn á við og styrkja okkur sjálf í mannlegum samskiptum. Það eru margar leiðir til að eiga í samskiptum og er það okkar stjórnenda að finna leiðir til þess að bæta almenna samskiptafærni okkar. Hjá Samkaupum starfa 1400 manns í um 700 stöðugildum og eins og gefur að skilja er hópurinn sem þar starfar fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir. Þegar maður stendur frammi fyrir því að stýra jafn breiðum hópi starfsfólks á öllum aldri, frá ólíkum menningarheimum og fólki sem á jafnvel ekkert sameiginlegt tungumál, þá verður okkur ekkert ágengt sem stjórnendum með gamla hugsunarháttinn að það þurfi að koma eins fram og tala eins við alla – ef einhver sættir sig ekki við það þá þurfi hann bara að fara eitthvað annað. Við þurfum að læra hvernig samskipti geta verið uppbyggileg og okkur til gagns og þetta nám hefur fært mér mögnuð verkfæri til þess. Við höfum líka fengið að kynnast okkar eigin styrkleikum og hvernig við getum nýtt þá og ræktað þá styrkleika sem ber minna á en gæti nýst okkur betur. Þá höfum við einnig fengið innsýn í það hvernig við getum nýtt okkur styrkleika annarra enda gerir fólk sér ekki alltaf grein fyrir þeim sjálft. En það sem gerist þegar maður nær að virkja styrkleika hjá starfsmanni er töfrum líkast. Áhuginn á starfinu verður meiri, viðkomandi verður glaður, vinnuframlegð eykst til muna, sem og frumkvæði, áræðni – og veikindadögum fækkar. Viðkomandi starfsmaður tekur aukinni ábyrgð fagnandi og traustið á milli þín og hans styrkist. Og það sem skiptir kannski mestu máli er að viðkomandi verður sterkari hlekkur í teyminu. Teyminu sem þú þarft á að halda sem stjórnandi til þess að minnka stress og álag. Stuttu eftir að ég hóf námið við Háskólann á Bifröst hófst ég handa og breytti ákveðnum hlutum í mínum samskiptum við starfsmenn þó svo þau hafi svo sem ekkert verið slæm fyrir. Ég byrjaði að vinna með þrjá meginpunkta sem ég vinn ennþá með og minni mig á daglega. Ég tala skýrt svo starfsmenn þurfi ekki að lesa í eyður eða misskilji mig. Ég hlusta. Og þá meina ég það þegar ég segi, að ég hlusti. Starfsmaðurinn fær 100% athygli. Ég lít upp frá tölvunni, læt símann ekki trufla og tek jafnvel lesgleraugun af nefinu. Ég spyr leiðandi spurninga. Þannig fæ ég starfsmenn til að taka meiri þátt í umræðum og koma skoðunum sínum á framfæri. Nú þegar ég hef útskrifast úr þessu námi er þakklæti mér efst í huga. Ég vil þá helst þakka stjórnendum Samkaupa fyrir að gera starfsfólki sínu kleift að vaxa í starfi og stunda nám með vinnu sem hæfir hverjum og einum. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig og samnemendur mína en einnig skapað mikið virði fyrir fyrirtækið. Því vil ég hvetja stjórnendur annarra fyrirtækja til þess að líta inn á við og skoða hvernig þeir geta eflt starfsfólk sitt og hvatt það til náms. Það er fjárfesting sem borgar sig margfalt. Höfundur er verslunarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvöruverslun Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er einn þeirra sem þurftu að hafa mikið fyrir námi í gegnum tíðina. Reyndar er það svo að mér hefur alltaf fundist mjög flókið að læra það sem ég hef ekki haft verklega reynslu af áður. Það voru því blendnar tilfinningar sem fylgdu því þegar mér bauðst að skrá mig í leiðtoganámið Forysta til framtíðar, í Háskólanum á Bifröst , en það er samstarfsverkefni skólans og vinnuveitanda míns, Samkaupa. Ég var kvíðinn þar sem mér hefur fundist erfitt að læra og námið var á háskólastigi. En þar sem það snýr að verslunarstjórnun, sem er eitthvað sem ég hef reynslu af, ákvað ég að slá til. Markmið námsins, sem er vottað 12ECT eininga háskólanám, er að móta öflugri leiðtoga til framtíðar og byggja upp hæfni og þekkingu. Þannig fær starfsfólk faglega menntun og tækifæri til að þróast sem leiðtogar og takast á við síbreytilegt umhverfi verslunarheimsins. Námið snýst ekki síst um að líta inn á við og styrkja okkur sjálf í mannlegum samskiptum. Það eru margar leiðir til að eiga í samskiptum og er það okkar stjórnenda að finna leiðir til þess að bæta almenna samskiptafærni okkar. Hjá Samkaupum starfa 1400 manns í um 700 stöðugildum og eins og gefur að skilja er hópurinn sem þar starfar fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir. Þegar maður stendur frammi fyrir því að stýra jafn breiðum hópi starfsfólks á öllum aldri, frá ólíkum menningarheimum og fólki sem á jafnvel ekkert sameiginlegt tungumál, þá verður okkur ekkert ágengt sem stjórnendum með gamla hugsunarháttinn að það þurfi að koma eins fram og tala eins við alla – ef einhver sættir sig ekki við það þá þurfi hann bara að fara eitthvað annað. Við þurfum að læra hvernig samskipti geta verið uppbyggileg og okkur til gagns og þetta nám hefur fært mér mögnuð verkfæri til þess. Við höfum líka fengið að kynnast okkar eigin styrkleikum og hvernig við getum nýtt þá og ræktað þá styrkleika sem ber minna á en gæti nýst okkur betur. Þá höfum við einnig fengið innsýn í það hvernig við getum nýtt okkur styrkleika annarra enda gerir fólk sér ekki alltaf grein fyrir þeim sjálft. En það sem gerist þegar maður nær að virkja styrkleika hjá starfsmanni er töfrum líkast. Áhuginn á starfinu verður meiri, viðkomandi verður glaður, vinnuframlegð eykst til muna, sem og frumkvæði, áræðni – og veikindadögum fækkar. Viðkomandi starfsmaður tekur aukinni ábyrgð fagnandi og traustið á milli þín og hans styrkist. Og það sem skiptir kannski mestu máli er að viðkomandi verður sterkari hlekkur í teyminu. Teyminu sem þú þarft á að halda sem stjórnandi til þess að minnka stress og álag. Stuttu eftir að ég hóf námið við Háskólann á Bifröst hófst ég handa og breytti ákveðnum hlutum í mínum samskiptum við starfsmenn þó svo þau hafi svo sem ekkert verið slæm fyrir. Ég byrjaði að vinna með þrjá meginpunkta sem ég vinn ennþá með og minni mig á daglega. Ég tala skýrt svo starfsmenn þurfi ekki að lesa í eyður eða misskilji mig. Ég hlusta. Og þá meina ég það þegar ég segi, að ég hlusti. Starfsmaðurinn fær 100% athygli. Ég lít upp frá tölvunni, læt símann ekki trufla og tek jafnvel lesgleraugun af nefinu. Ég spyr leiðandi spurninga. Þannig fæ ég starfsmenn til að taka meiri þátt í umræðum og koma skoðunum sínum á framfæri. Nú þegar ég hef útskrifast úr þessu námi er þakklæti mér efst í huga. Ég vil þá helst þakka stjórnendum Samkaupa fyrir að gera starfsfólki sínu kleift að vaxa í starfi og stunda nám með vinnu sem hæfir hverjum og einum. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig og samnemendur mína en einnig skapað mikið virði fyrir fyrirtækið. Því vil ég hvetja stjórnendur annarra fyrirtækja til þess að líta inn á við og skoða hvernig þeir geta eflt starfsfólk sitt og hvatt það til náms. Það er fjárfesting sem borgar sig margfalt. Höfundur er verslunarstjóri.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun