Loki Foods hyggst setja fiskiflök á markað innan nokkurra vikna sem henta grænkerum. Í samtali við Vísi segir Chris McClure, annar stofnenda fyrirtækisins ásamt Birni V. Aðalbjörnssyni, að markmið fyrirtækisins sé fyrst og fremst hafa raunveruleg áhrif í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun.
Framleiðslan verði hluti af lausninni
„Við erum hreyknir af þessum verðlaunum þó að í stóra samhenginu breyti þetta ekki miklu fyrir okkar starf, þetta er mikil viðurkenning frá Norðurlöndum um að hér sé á ferðinni raunverulegt vandamál og að okkar framleiðsla geti verið hluti af lausninni.“
„Þorskurinn“ sem Loki Foods mun koma til með að framleiða verður jafnvígur fisknum sjálfum þegar kemur að næringarinnihaldi, bragði, áferð og fleiru að sögn Chris. Fyrirtækið hyggst einnig framleiða lax, túnfisk og styrjuhrognum úr plöntum a næstu árum.
Þá segist hann sérlega hreykinn af því að fyrirtækið hafi unnið til verðlauna í flokki þar sem bæði dómnefnd og almenningur hafa sitt að segja.
„Það rammar það kannski ágætlega inn að það er stemning fyrir breytingum í loftinu í þessum geira og frábært fyrir okkur að fá þennan heiður úr þessum frábæra hópi fyrirtækja.“
Chris segir að fyrirtækið stefni á að koma fiskiflökum, sem að stofninum til eru úr plöntum og líkjast þorski, á markað hérlendis á næstu mánuðum.
