Viðskipti innlent

Eina ís­lenska fyrir­tækið sem vann til verð­launa

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Stofnendur Loka Foods þeir Björn V. Aðalbjörnsson og Chris McClure tóku við verðlaununum í Grósku í vikunni.
Stofnendur Loka Foods þeir Björn V. Aðalbjörnsson og Chris McClure tóku við verðlaununum í Grósku í vikunni. Nordic Startup Awards

Ís­lenska frum­kvöðla­fyrir­tækið Loki Foods vann til verð­launa í flokki ný­liða í vikunni á Nor­dic Statups Award, verð­launa­há­tíð sem fram fór í Grósku. Fyrir­tækið var eina ís­lenska fyrir­tækið sem vann til verð­launa.

Loki Foods hyggst setja fiski­flök á markað innan nokkurra vikna sem henta græn­kerum. Í sam­tali við Vísi segir Chris McClu­re, annar stofn­enda fyrir­tækisins á­samt Birni V. Aðal­björns­syni, að mark­mið fyrir­tækisins sé fyrst og fremst hafa raun­veru­leg á­hrif í bar­áttunni gegn hnatt­rænni hlýnun.

Fram­leiðslan verði hluti af lausninni

„Við erum hreyknir af þessum verð­launum þó að í stóra sam­henginu breyti þetta ekki miklu fyrir okkar starf, þetta er mikil viður­kenning frá Norður­löndum um að hér sé á ferðinni raun­veru­legt vanda­mál og að okkar fram­leiðsla geti verið hluti af lausninni.“

„Þorskurinn“ sem Loki Foods mun koma til með að fram­leiða verður jafn­vígur fisknum sjálfum þegar kemur að næringar­inni­haldi, bragði, á­ferð og fleiru að sögn Chris. Fyrirtækið hyggst einnig framleiða lax, túnfisk og styrjuhrognum úr plöntum a næstu árum.

Þá segist hann sér­lega hreykinn af því að fyrir­tækið hafi unnið til verð­launa í flokki þar sem bæði dóm­nefnd og al­menningur hafa sitt að segja.

„Það rammar það kannski á­gæt­lega inn að það er stemning fyrir breytingum í loftinu í þessum geira og frá­bært fyrir okkur að fá þennan heiður úr þessum frá­bæra hópi fyrir­tækja.“

Chris segir að fyrir­tækið stefni á að koma fiski­flökum, sem að stofninum til eru úr plöntum og líkjast þorski, á markað hér­lendis á næstu mánuðum. 

„Þorskur“ úr smiðju Loka Foods.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×