112 milljóna hagnaður hjá Skógarböðunum Máni Snær Þorláksson skrifar 25. maí 2023 20:49 Stofnendur Skógabaðanna, Finnur og Sigríður María. Vísir/Vilhelm Baðlónið Skógarböðin, sem staðsett er í Vaðlaskógi í Eyjafirði, hagnaðist um yfir hundrað milljónir á síðasta ári, þrátt fyrir að lónið hafi ekki opnað fyrr en í maí í fyrra. Gestafjöldi hefur verið meiri en búist var við í upphafi en lónið hefur tekið á móti yfir hundrað þúsund gestum frá því það opnaði fyrir ári síðan. Viðskiptablaðið greinir frá þessu en í umfjöllun þeirra kemur fram að sala Skógarbaðanna í fyrra hafi numið 466 milljónum króna. Þá nam hagnaðurinn alls 112 milljónum króna. Fjallað var um Skógarböðin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nóvember síðastliðnum. Kom þá fram að aðsóknin hafi verið mun meiri en búist var við í upphafi. Stofnendur lónsins, hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer, sögðu að upphaflega var áætlað að það kæmu fimmtíu þúsund manns á fyrsta árinu. „Við erum langt fyrir ofan það,“ sagði Sigríður í nóvember. Samkvæmt Viðskiptablaðinu hefur lónið tekið á móti um 106 þúsund gestum frá því það opnaði í fyrra. Í samtali sínu við fréttastofu sögðu þau Finnur og Sigríður að það væri ekki gott að segja hvaðan vinsældir Skógarbaðanna komi. Þau nefndu að það gæti verið að þakka útsýninu, veðursældinni og jákvæðri umfjöllun um lónið. „Ég held að þetta hafi bara selt sig pínulítið sjálft.“ Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Akureyri Tengdar fréttir Blússandi aðsókn í Skógarböðin Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum. 1. nóvember 2022 21:05 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Viðskiptablaðið greinir frá þessu en í umfjöllun þeirra kemur fram að sala Skógarbaðanna í fyrra hafi numið 466 milljónum króna. Þá nam hagnaðurinn alls 112 milljónum króna. Fjallað var um Skógarböðin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nóvember síðastliðnum. Kom þá fram að aðsóknin hafi verið mun meiri en búist var við í upphafi. Stofnendur lónsins, hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer, sögðu að upphaflega var áætlað að það kæmu fimmtíu þúsund manns á fyrsta árinu. „Við erum langt fyrir ofan það,“ sagði Sigríður í nóvember. Samkvæmt Viðskiptablaðinu hefur lónið tekið á móti um 106 þúsund gestum frá því það opnaði í fyrra. Í samtali sínu við fréttastofu sögðu þau Finnur og Sigríður að það væri ekki gott að segja hvaðan vinsældir Skógarbaðanna komi. Þau nefndu að það gæti verið að þakka útsýninu, veðursældinni og jákvæðri umfjöllun um lónið. „Ég held að þetta hafi bara selt sig pínulítið sjálft.“
Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Akureyri Tengdar fréttir Blússandi aðsókn í Skógarböðin Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum. 1. nóvember 2022 21:05 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Blússandi aðsókn í Skógarböðin Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum. 1. nóvember 2022 21:05