Baunaði á Boston fyrir að gefast upp Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 07:31 Jimmy Butler reynir að finna sendingu í sigrinum örugga gegn Boston Celtics í gærkvöld. AP/Wilfredo Lee Miami Heat er komið í þá stöðu að geta sópað Boston Celtics út í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta, eftir þriðja sigurinn í gærkvöld, 128-102. Segja má að Boston-liðið hafi gefist upp eftir þrjá leikhluta í gær því Joe Mazulla, þjálfari liðsins, lét byrjunarliðið sitt hvíla á bekknum allan lokaleikhlutann. Munurinn var orðinn þrjátíu stig og ljóst að eitthvað mikið þarf að breytast til að Boston nái í sinn fyrsta sigur í einvíginu annað kvöld, í stað þess að falla úr keppni. Goðsögnin Magic Johnson hreifst ekki beinlínis af Boston-liðinu í gær og þeirri ákvörðun að „hætta“ eftir þrjá leikhluta. „Á þeim 44 árum sem ég hef verið tengdur NBA þá bjóst ég aldrei við því að sjá lið Boston Celtics, félags sem á 17 meistaratitla, hætta. Ég veit að stuðningsmönnum Celtics um allan heim hlýtur að þykja þetta viðbjóðslegt og skelfilegt,“ skrifaði Magic á Twitter. In my 44 years of being associated with the NBA I never thought I d see a Boston Celtics team, a franchise with 17 Championships, quit. I know Celtics fans all over the world must be disgusted and devastated. The Miami Heat blew them out 128-102 in Game 3.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) May 22, 2023 Hafa ber í huga að Miami rétt svo komst inn í úrslitakeppnina, eftir umspil, en hefur síðan slegið út deildarmeistara Milwaukee Bucks og New York Knicks, og er komið í 3-0 gegn Boston. Úrslitaeinvígi deildarinnar á ekki að hefjast fyrr en 1. júní. Það hefur aldrei í sögunni gerst að úrslitaleikir bæði austur- og vesturdeildarinnar endi með 4-0 sigrum en sá möguleiki er í stöðunni núna, þar sem Denver Nuggets eru einnig 3-0 yfir gegn LA Lakers, gamla liðinu hans Magic. The Heat are the 1st 8 seed ever to win a playoff game by more than 25 points (seeding began in 1984). pic.twitter.com/PfermbmOq7— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 22, 2023 „Þetta var örugg, þroskuð og fagmannleg afgreiðsla,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami, eftir sigurinn í gærkvöld en hann gæti verið á leið með liðið í úrslitaeinvígi í sjötta sinn á sínum ferli. Gabe Vincent átti sinn besta dag og skoraði 29 stig fyrir Miami, og Duncan Robinson skoraði 22 en alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira í leiknum. „Hringurinn var á stærð við hafið fyrir okkur alla,“ sagði Bam Adebayo sem setti niður þrettán stig fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði aðeins 14 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 12. „Ég náði bara ekki að gera þá tilbúna í að spila,“ sagði Mazulla sem legið hefur undir mikilli gagnrýni. „Hvað sem að málið var, hvort það var byrjunarliðið eða einhverjar fínstillingar, þá verð ég að koma þeim í betri gír, gera þá klára í að spila. Það er á mína ábyrgð,“ bætti hann við. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Handbolti Fleiri fréttir „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Segja má að Boston-liðið hafi gefist upp eftir þrjá leikhluta í gær því Joe Mazulla, þjálfari liðsins, lét byrjunarliðið sitt hvíla á bekknum allan lokaleikhlutann. Munurinn var orðinn þrjátíu stig og ljóst að eitthvað mikið þarf að breytast til að Boston nái í sinn fyrsta sigur í einvíginu annað kvöld, í stað þess að falla úr keppni. Goðsögnin Magic Johnson hreifst ekki beinlínis af Boston-liðinu í gær og þeirri ákvörðun að „hætta“ eftir þrjá leikhluta. „Á þeim 44 árum sem ég hef verið tengdur NBA þá bjóst ég aldrei við því að sjá lið Boston Celtics, félags sem á 17 meistaratitla, hætta. Ég veit að stuðningsmönnum Celtics um allan heim hlýtur að þykja þetta viðbjóðslegt og skelfilegt,“ skrifaði Magic á Twitter. In my 44 years of being associated with the NBA I never thought I d see a Boston Celtics team, a franchise with 17 Championships, quit. I know Celtics fans all over the world must be disgusted and devastated. The Miami Heat blew them out 128-102 in Game 3.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) May 22, 2023 Hafa ber í huga að Miami rétt svo komst inn í úrslitakeppnina, eftir umspil, en hefur síðan slegið út deildarmeistara Milwaukee Bucks og New York Knicks, og er komið í 3-0 gegn Boston. Úrslitaeinvígi deildarinnar á ekki að hefjast fyrr en 1. júní. Það hefur aldrei í sögunni gerst að úrslitaleikir bæði austur- og vesturdeildarinnar endi með 4-0 sigrum en sá möguleiki er í stöðunni núna, þar sem Denver Nuggets eru einnig 3-0 yfir gegn LA Lakers, gamla liðinu hans Magic. The Heat are the 1st 8 seed ever to win a playoff game by more than 25 points (seeding began in 1984). pic.twitter.com/PfermbmOq7— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 22, 2023 „Þetta var örugg, þroskuð og fagmannleg afgreiðsla,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami, eftir sigurinn í gærkvöld en hann gæti verið á leið með liðið í úrslitaeinvígi í sjötta sinn á sínum ferli. Gabe Vincent átti sinn besta dag og skoraði 29 stig fyrir Miami, og Duncan Robinson skoraði 22 en alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira í leiknum. „Hringurinn var á stærð við hafið fyrir okkur alla,“ sagði Bam Adebayo sem setti niður þrettán stig fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði aðeins 14 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 12. „Ég náði bara ekki að gera þá tilbúna í að spila,“ sagði Mazulla sem legið hefur undir mikilli gagnrýni. „Hvað sem að málið var, hvort það var byrjunarliðið eða einhverjar fínstillingar, þá verð ég að koma þeim í betri gír, gera þá klára í að spila. Það er á mína ábyrgð,“ bætti hann við. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Handbolti Fleiri fréttir „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira