Körfubolti

Annar lykil­maður Tinda­stóls fram­lengir samning sinn

Aron Guðmundsson skrifar
Sigtryggur Arnar verður áfram hjá Tindastól
Sigtryggur Arnar verður áfram hjá Tindastól Vísir/Bára Dröfn

Sig­tryggur Arnar Björns­son hefur skrifað undir nýjan samning við Ís­lands­meistara Tinda­stóls í körfu­bolta og er nú á mála hjá liðinu til ársins 2025.

Frá þessu greinir Tinda­stóll í færslu á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram en á Sauð­ár­kóki fer nú fram loka­hóf liðsins.

Sig­tryggur Arnar hefur leikið stórt hlut­verk í liði Tinda­stóls undan­farin tíma­bil og varð á fimmtu­daginn síðast­liðinn Ís­lands­meistari með liðinu.

Fyrr í dag greindi körfu­knatt­leiks­deild Tinda­stóls frá því að Adomas Drungi­las hefði fram­lengt samning sinn við fé­lagið og því hafa tveir lykil­menn Tinda­stóls skrifað undir nýja samninga í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.