Spá því að vextir hækki um heila prósentu Máni Snær Þorláksson skrifar 17. maí 2023 15:10 Gangi spá Landsbankans eftir verður um að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár. Í næstu viku mun peningastefnunefnd koma saman og ákveða hvort vextir verði hækkaðir. Fari sem svo að nefndin ákveði að hækka vextina verður um að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vextir verði hækkaðir um eitt prósentustig en telur þó líklegt að nefndin ræði hækkun á bilinu 0,75 upp í 1,25 prósentustig. „Hækkun um 1,0 prósentustig myndi lyfta meginvöxtum upp í 8,5% en svo háir hafa þeir ekki verið síðan í bröttu vaxtalækkunarferli snemma árs 2010,“ segir í spá deildarinnar. Þá er bent á að eftir vaxtaákvörðunina í næstu viku mun sú næsta ekki eiga sér stað fyrr en í síðari hluta ágúst. Það auki líkurnar enn fremur á að peningastefnunefnd ákveði að taka stór skref og hækka um heilt prósentustig. Deildin telur víst að peningastefnunefnd líti síversnandi verðbólguhorfur alvarlegum augum. Verðbólgan hafi reynst þrálátari en búist var við. Ársverðbólgan jókst um 0,1 prósentustig í apríl síðastliðnum þvert á spá Landsbankans. Hagfræðideild bankans hafði spáð fyrir að verðbólgan myndi hjaðna niður í 9,5 prósent en í stað þess fór hún upp í 9,9 prósent. „Spáskekkjan skýrðist meðal annars af því að íbúðaverð á landsbyggðinni hækkaði og við það hækkaði reiknuð húsaleiga meira en við höfðum gert ráð fyrir. Þá höfðum við spáð því að bílar lækkuðu í verði, en þeir lækkuðu minna en við héldum.“ Þá segir hagfræðideild bankans að verðbólgan sé ekki aðeins mikil og þrálát, hún hafi einnig orðið almennari á síðustu mánuðum. Þegar talað er um að verðbólgan sé almennari er átt við að sífellt fleiri undirliðir hafa hækkað verulega í verði. „Í fyrstu var hún mestmegnis drifin áfram af hækkandi húsnæðisverði en eftir því sem ró hefur færst yfir fasteignamarkaðinn hafa aðrir undirliðir neysluverðsvísitölunnar tekið við sér, ekki síst verð á þjónustu og innfluttum vörum.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sjá meira
Í næstu viku mun peningastefnunefnd koma saman og ákveða hvort vextir verði hækkaðir. Fari sem svo að nefndin ákveði að hækka vextina verður um að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vextir verði hækkaðir um eitt prósentustig en telur þó líklegt að nefndin ræði hækkun á bilinu 0,75 upp í 1,25 prósentustig. „Hækkun um 1,0 prósentustig myndi lyfta meginvöxtum upp í 8,5% en svo háir hafa þeir ekki verið síðan í bröttu vaxtalækkunarferli snemma árs 2010,“ segir í spá deildarinnar. Þá er bent á að eftir vaxtaákvörðunina í næstu viku mun sú næsta ekki eiga sér stað fyrr en í síðari hluta ágúst. Það auki líkurnar enn fremur á að peningastefnunefnd ákveði að taka stór skref og hækka um heilt prósentustig. Deildin telur víst að peningastefnunefnd líti síversnandi verðbólguhorfur alvarlegum augum. Verðbólgan hafi reynst þrálátari en búist var við. Ársverðbólgan jókst um 0,1 prósentustig í apríl síðastliðnum þvert á spá Landsbankans. Hagfræðideild bankans hafði spáð fyrir að verðbólgan myndi hjaðna niður í 9,5 prósent en í stað þess fór hún upp í 9,9 prósent. „Spáskekkjan skýrðist meðal annars af því að íbúðaverð á landsbyggðinni hækkaði og við það hækkaði reiknuð húsaleiga meira en við höfðum gert ráð fyrir. Þá höfðum við spáð því að bílar lækkuðu í verði, en þeir lækkuðu minna en við héldum.“ Þá segir hagfræðideild bankans að verðbólgan sé ekki aðeins mikil og þrálát, hún hafi einnig orðið almennari á síðustu mánuðum. Þegar talað er um að verðbólgan sé almennari er átt við að sífellt fleiri undirliðir hafa hækkað verulega í verði. „Í fyrstu var hún mestmegnis drifin áfram af hækkandi húsnæðisverði en eftir því sem ró hefur færst yfir fasteignamarkaðinn hafa aðrir undirliðir neysluverðsvísitölunnar tekið við sér, ekki síst verð á þjónustu og innfluttum vörum.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sjá meira
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31