Okur- og fátæktargildrunefnd búvara Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. maí 2023 10:01 Nýlegar fréttir greindu frá því að verðlagsnefnd búvara kynnti undir verðbólgu með hækkunum á afurðum. Formaður Neytendasamtakanna benti á að mjólkurvörur hefðu hækkað meira en sem nemur almennri verðbólgu og að neytendur væru einir látnir bera þungann af hækkunum. Ráðstöfunin ýtir ekki bara undir frekari verðbólgu heldur er hún óréttlát í ofanálag. Verðlagsnefnd búvara er fjölmenn nefnd hagsmunaaðila, starfrækt á vegum hins opinbera og hefur það hlutverk að ákvarða verð á framleiðslu bænda til verslana og annarra sem kaupa af þeim vörur. Sem sagt ríkisrekin nefnd sem ákveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið. Verðlagsnefndin og ríkisstjórnin treysta nefnilega ekki frjálsum viðskiptum á eðlilegum markaði. Fyrirkomulagið treystir bændum heldur ekki til þess að reka bú sín án þess að hið opinbera hlutist þar til um og taki ákvörðun um á hvaða verði bændur skuli selja vörur sínar. Dæmi eru um að stöndug, íslensk matvælaframleiðslufyrirtæki veigri sér við því að hefja innreið inn á mjólkurvörumarkað vegna ósanngjarnra leikreglna sem þar ríkja og minna einna helst á Sovétríkin forðum daga. Á því tapa neytendur. Þannig heldur núverandi fyrirkomulag bændum föstum í kerfi þar sem þeir eru ofurseldir makindalegum milliliðum og ríkið skapar umgjörð sem sviptir bændurnar tækifærinu til þess að uppskera í samræmi við erfiði. Íslensk framleiðsla er umhverfisvæn Viðreisn vill treysta bændum og styrkja þá til þess að stunda sína atvinnustarfsemi á grundvelli frelsis, sjálfbærni og heilbrigðrar samkeppni. Því við höfum trú á að þær vörur sem framleiddar eru af bændum séu samkeppnishæfar. Við höfum líka trú á því að meira frelsi geti leyst mikla krafta úr læðingi og eflt þannig bæði neytendur og bændur. Allar kannanir benda til þess að vaxandi hópur neytenda líti mjög til umhverfisþátta þegar kemur að því að versla. Íslensk framleiðsla hefur mun minna kolefnisspor en innflutt. Í því eru fólgin mikil tækifæri fyrir öflugar íslenskar landbúnaðarvörur. Skýrar upprunamerkingar munu einnig styðja við íslenska framleiðslu. Stefna Viðreisnar um að stíga skref í átt að frelsi í þessum efnum virðist fara sérstaklega fyrir brjóstið á ríkisstjórninni. Framtíðarsýn Viðreisnar um að byggja undir bændur í sveitum landsins og koma í veg fyrir að það séu milliliðir sem njóti ávaxtanna af striti bænda á ekki upp á pallborðið hjá ríkisstjórnarflokkunum sem koma sér saman um fátt nema þá helst að engu megi breyta. Þrátt fyrir að horfa upp á meingallað kerfi sem er hvorki bændum né neytendum til framdráttar. Gallsúr mjólkurkú Í sömu frétt og getið var um í upphafi kom fram að Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, hafi skilað methagnaði í fyrra. Auðhumla er vissulega í eigu bænda og Viðreisn sér engar ofsjónir yfir því að bændur græði pening frekar en aðrir. Það er hins vegar ekki sama hvernig peninganna er aflað. Auðhumla hefur í gegnum Mjólkursamsöluna ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi. Hún býr líka við þá hagfelldu miðstýringu að mjólkurverð er ákveðið af hinu opinbera í gegnum títtnefnda verðlagsnefnd. Auðhumla er líka milliliður alveg eins og Mjólkursamsalan. Milliliður í lögbundinni einokunarstöðu sem vinnur gegn frelsi og samkeppni. Framtíðarsýn Viðreisnar snýst einfaldlega um að bændur séu lausir undan þessum hrammi ríkisins. Við viljum ýta undir nýsköpun í landbúnaði og veita bændum verðskuldað frelsi til að brydda upp á nýjungum. Við viljum að þeir hafi aðgang að stærri mörkuðum með sínar hollu og bragðgóðu vörur og að verðlagning þeirra ráðist af framboði og eftirspurn en ekki óljósum leikreglum embættismanna. Það er ekki hlutverk embættismanna að miðstýra verði hlutanna. Það er sannarlega ekki leiðin til að búa til samkeppni um matarkörfuna. Hvað þá að tryggja fjölbreytni og nýsköpun í matvælaiðnaði. En þessi aðferð virðist vera ágæt leið fyrir milliliði í einokunarstöðu til að passa uppá sitt. Losum bændur úr spennitreyjunni Viðreisn treystir nefnilega bændum, líkt og öðrum, til að selja sínar vörur og keppa innbyrðis á grundvelli gæða, markaðssetningar, upprunamerkinga, afhendingaröryggis, framþróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér. Við viljum kerfi sem eykur vægi bænda - og neytenda um leið. En sem minnkar vægi milliliða og ríkisafskipta. Opinberir styrkir til landbúnaðar hér á landi slaga hátt í 40 milljarða á ári í beinum og óbeinum styrkjum. Skammarlega lítill hluti þeirra styrkja skilar sér beint til býlis. Íslenskur landbúnaður er framúrskarandi, en kerfið sem er sniðið utan um hann skeytir ekki um hagsmuni bænda né neytenda. Það eru milliliðir í einokunarstöðu sem tútna út á kostnað bænda og Gunnu og Jóns sem unnu sér fátt annað til saka en að versla í matinn. Treystum frelsinu og einkaframtakinu. Losum bændur úr spennitreyjunni. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Landbúnaður Mest lesið Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlegar fréttir greindu frá því að verðlagsnefnd búvara kynnti undir verðbólgu með hækkunum á afurðum. Formaður Neytendasamtakanna benti á að mjólkurvörur hefðu hækkað meira en sem nemur almennri verðbólgu og að neytendur væru einir látnir bera þungann af hækkunum. Ráðstöfunin ýtir ekki bara undir frekari verðbólgu heldur er hún óréttlát í ofanálag. Verðlagsnefnd búvara er fjölmenn nefnd hagsmunaaðila, starfrækt á vegum hins opinbera og hefur það hlutverk að ákvarða verð á framleiðslu bænda til verslana og annarra sem kaupa af þeim vörur. Sem sagt ríkisrekin nefnd sem ákveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið. Verðlagsnefndin og ríkisstjórnin treysta nefnilega ekki frjálsum viðskiptum á eðlilegum markaði. Fyrirkomulagið treystir bændum heldur ekki til þess að reka bú sín án þess að hið opinbera hlutist þar til um og taki ákvörðun um á hvaða verði bændur skuli selja vörur sínar. Dæmi eru um að stöndug, íslensk matvælaframleiðslufyrirtæki veigri sér við því að hefja innreið inn á mjólkurvörumarkað vegna ósanngjarnra leikreglna sem þar ríkja og minna einna helst á Sovétríkin forðum daga. Á því tapa neytendur. Þannig heldur núverandi fyrirkomulag bændum föstum í kerfi þar sem þeir eru ofurseldir makindalegum milliliðum og ríkið skapar umgjörð sem sviptir bændurnar tækifærinu til þess að uppskera í samræmi við erfiði. Íslensk framleiðsla er umhverfisvæn Viðreisn vill treysta bændum og styrkja þá til þess að stunda sína atvinnustarfsemi á grundvelli frelsis, sjálfbærni og heilbrigðrar samkeppni. Því við höfum trú á að þær vörur sem framleiddar eru af bændum séu samkeppnishæfar. Við höfum líka trú á því að meira frelsi geti leyst mikla krafta úr læðingi og eflt þannig bæði neytendur og bændur. Allar kannanir benda til þess að vaxandi hópur neytenda líti mjög til umhverfisþátta þegar kemur að því að versla. Íslensk framleiðsla hefur mun minna kolefnisspor en innflutt. Í því eru fólgin mikil tækifæri fyrir öflugar íslenskar landbúnaðarvörur. Skýrar upprunamerkingar munu einnig styðja við íslenska framleiðslu. Stefna Viðreisnar um að stíga skref í átt að frelsi í þessum efnum virðist fara sérstaklega fyrir brjóstið á ríkisstjórninni. Framtíðarsýn Viðreisnar um að byggja undir bændur í sveitum landsins og koma í veg fyrir að það séu milliliðir sem njóti ávaxtanna af striti bænda á ekki upp á pallborðið hjá ríkisstjórnarflokkunum sem koma sér saman um fátt nema þá helst að engu megi breyta. Þrátt fyrir að horfa upp á meingallað kerfi sem er hvorki bændum né neytendum til framdráttar. Gallsúr mjólkurkú Í sömu frétt og getið var um í upphafi kom fram að Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, hafi skilað methagnaði í fyrra. Auðhumla er vissulega í eigu bænda og Viðreisn sér engar ofsjónir yfir því að bændur græði pening frekar en aðrir. Það er hins vegar ekki sama hvernig peninganna er aflað. Auðhumla hefur í gegnum Mjólkursamsöluna ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi. Hún býr líka við þá hagfelldu miðstýringu að mjólkurverð er ákveðið af hinu opinbera í gegnum títtnefnda verðlagsnefnd. Auðhumla er líka milliliður alveg eins og Mjólkursamsalan. Milliliður í lögbundinni einokunarstöðu sem vinnur gegn frelsi og samkeppni. Framtíðarsýn Viðreisnar snýst einfaldlega um að bændur séu lausir undan þessum hrammi ríkisins. Við viljum ýta undir nýsköpun í landbúnaði og veita bændum verðskuldað frelsi til að brydda upp á nýjungum. Við viljum að þeir hafi aðgang að stærri mörkuðum með sínar hollu og bragðgóðu vörur og að verðlagning þeirra ráðist af framboði og eftirspurn en ekki óljósum leikreglum embættismanna. Það er ekki hlutverk embættismanna að miðstýra verði hlutanna. Það er sannarlega ekki leiðin til að búa til samkeppni um matarkörfuna. Hvað þá að tryggja fjölbreytni og nýsköpun í matvælaiðnaði. En þessi aðferð virðist vera ágæt leið fyrir milliliði í einokunarstöðu til að passa uppá sitt. Losum bændur úr spennitreyjunni Viðreisn treystir nefnilega bændum, líkt og öðrum, til að selja sínar vörur og keppa innbyrðis á grundvelli gæða, markaðssetningar, upprunamerkinga, afhendingaröryggis, framþróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér. Við viljum kerfi sem eykur vægi bænda - og neytenda um leið. En sem minnkar vægi milliliða og ríkisafskipta. Opinberir styrkir til landbúnaðar hér á landi slaga hátt í 40 milljarða á ári í beinum og óbeinum styrkjum. Skammarlega lítill hluti þeirra styrkja skilar sér beint til býlis. Íslenskur landbúnaður er framúrskarandi, en kerfið sem er sniðið utan um hann skeytir ekki um hagsmuni bænda né neytenda. Það eru milliliðir í einokunarstöðu sem tútna út á kostnað bænda og Gunnu og Jóns sem unnu sér fátt annað til saka en að versla í matinn. Treystum frelsinu og einkaframtakinu. Losum bændur úr spennitreyjunni. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar