„Enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 11:27 Vilhjálmur Birgisson segir áframhaldandi hvalveiðar gríðarlegt hagsmunamál fyrir atvinnulíf á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það gríðarlegt hagsmunamál að Hvalur hf. fái að halda áfram hvalveiðum sínum næstu árin. Að meðaltali hafi 90 starfsmenn Hvals verið félagsmenn í verkalýðsfélaginu á síðustu vertíð. Hann spyr sig hvaða veiðar skuli næst banna á grundvelli dýraverndunarsjónarmiða. „Þetta eru yfir 120 manns sem störfuðu við veiðar og vinnslu á síðustu vertíð og ég sé bara að meðallaun per mánuð er 1,7 milljón hjá verkamanni. Ég geri mér reyndar grein fyrir því að það er mikið vinnuframlag á bakvið það,“ segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við Vísi. Hann segir hagsmunina sem fólgnir séu í hvalveiðum gífurlega fyrir Vesturland. Níutíu félagsmenn í Verkalýðsfélaginu á Akranesi hafi starfað hjá Hvali á síðustu vertíð. Tilefnið er umræða um hvalveiðar í kjölfar nýrrar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar en Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur sagt tilefni til að skoða hvort leyfi til Hvals verði endurnýjað á næsta ári, þó hún hafi ekki vald til þess. Í skýrslunni kom meðal annars fram að aflífun sumra hvala tók marga klukkutíma síðasta sumar. „Í Akranesskaupsstað og Hvalfjarðarsveit þá koma 14,4 prósent útsvarstekjur frá þessum veiðum og svo koma gríðarlegar skatttekjur til ríkisins, fyrir utan afleiddu störfin sem verða til af þessu, bara í formi aðfanga og fæðis og flutninga og annars. Þetta er umtalsverðir hagsmunir þarna sem eru í húfi.“ Spyr sig hvar umræðan endar Vilhjálmur segir mikilvægt að auðlindir hafsins séu nýttar í samræmi við veiðiráðgjöf Hafrannsóknunarstofu. „Það er gefinn út kvóti þannig það er engin hætta á ofveiði nema síður sé. 200 dýr og ef ég man rétt er stofninn í kringum 11.000 þannig að staðan er bara svona.“ Í pistli á Facebook sem Vilhjálmur skrifar um málið segist hann spyrja sig hvaða veiðar verði bannaðar næst út frá dýravelferðarsjónarmiðum og nefnir þorskveiðar í net eða línu eða botnvörpu sem dæmi. „Ég spyr bara hvað næst? Það er líka það sem maður er að velta fyrir sér. Það kemur fram í skýrslunni að 70 prósent dýranna drepast samstundis og það geta alltaf komið upp svona aðstæður en ég er ekki í neinum vafa um að Hvalur muni einbeita sér að þessu, enda er enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Stéttarfélög Vinnumarkaður Hvalfjarðarsveit Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
„Þetta eru yfir 120 manns sem störfuðu við veiðar og vinnslu á síðustu vertíð og ég sé bara að meðallaun per mánuð er 1,7 milljón hjá verkamanni. Ég geri mér reyndar grein fyrir því að það er mikið vinnuframlag á bakvið það,“ segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við Vísi. Hann segir hagsmunina sem fólgnir séu í hvalveiðum gífurlega fyrir Vesturland. Níutíu félagsmenn í Verkalýðsfélaginu á Akranesi hafi starfað hjá Hvali á síðustu vertíð. Tilefnið er umræða um hvalveiðar í kjölfar nýrrar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar en Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur sagt tilefni til að skoða hvort leyfi til Hvals verði endurnýjað á næsta ári, þó hún hafi ekki vald til þess. Í skýrslunni kom meðal annars fram að aflífun sumra hvala tók marga klukkutíma síðasta sumar. „Í Akranesskaupsstað og Hvalfjarðarsveit þá koma 14,4 prósent útsvarstekjur frá þessum veiðum og svo koma gríðarlegar skatttekjur til ríkisins, fyrir utan afleiddu störfin sem verða til af þessu, bara í formi aðfanga og fæðis og flutninga og annars. Þetta er umtalsverðir hagsmunir þarna sem eru í húfi.“ Spyr sig hvar umræðan endar Vilhjálmur segir mikilvægt að auðlindir hafsins séu nýttar í samræmi við veiðiráðgjöf Hafrannsóknunarstofu. „Það er gefinn út kvóti þannig það er engin hætta á ofveiði nema síður sé. 200 dýr og ef ég man rétt er stofninn í kringum 11.000 þannig að staðan er bara svona.“ Í pistli á Facebook sem Vilhjálmur skrifar um málið segist hann spyrja sig hvaða veiðar verði bannaðar næst út frá dýravelferðarsjónarmiðum og nefnir þorskveiðar í net eða línu eða botnvörpu sem dæmi. „Ég spyr bara hvað næst? Það er líka það sem maður er að velta fyrir sér. Það kemur fram í skýrslunni að 70 prósent dýranna drepast samstundis og það geta alltaf komið upp svona aðstæður en ég er ekki í neinum vafa um að Hvalur muni einbeita sér að þessu, enda er enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Stéttarfélög Vinnumarkaður Hvalfjarðarsveit Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira