Viðskipti innlent

Leitin að arf­taka Hall­dórs Benja­míns: „Það er ekkert stress í gangi“

Atli Ísleifsson skrifar
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í húsmæði ríkissáttarsemjara í Borgartúni.
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í húsmæði ríkissáttarsemjara í Borgartúni. Vísir/Vilhelm

„Þetta er í ferli og gengur vel. Það er ekkert stress í gangi.“ Þetta segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um stöðuna á ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra samtakanna.

Eyjólfur Árni segist gera ráð fyrir að hægt verði að ganga frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra „á næstu vikum“.

Greint var frá því í lok mars að Halldór Benjamín Þorbergsson hefði ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann mun taka við starfi forstjóra fasteignafélagsins Regins.

Halldór Benjamín hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra SA í sjö ár og staðið í stórræðum í kjarasamningsgerð síðustu ár. 

Eyjólfur Árni og Halldór Benjamín. Vísir/Vilhelm

Nýr framkvæmdastjóri mun taka við keflinu í byrjun sumars en viðræður um langtímakjarasamning á almennum markaði eru þegar hafnar eftir samþykkt skammtímakjarasamninga til eins árs í vetur.

Halldór Benjamín sagði í mars að það væru óneitanlega blendnar tilfinningar sem fylgi því að kveðja þennan vettvang, enda hafi það verið alger forréttindi að gegna starfi framkvæmdastjóra SA. „Starfið hjá SA hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt en það er á sama tíma engum hollt að vera í slíku starfi of lengi,“ sagði Halldór. 


Tengdar fréttir

Hátt í fimm­tíu milljóna króna for­stjóra­skipti

Starfslok Helga S. Gunnarssonar sem forstjóra fasteignafélagsins Regins hf. kostuðu fyrirtækið 48 milljónir króna. Leigutekjur félagsins jukust um sextán prósent á fyrsta fjórðungi ársins borið saman við sama tímabil í fyrra.

Halldór Benjamín lætur af störfum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.