Jafnframt starfaði Ingvar sem stundakennari við Háskólann i Reykjavík á árunum 2018-2020 þar sem hann kenndi áfanga um sögu hagfræðikenninga. Ingvar lauk meistaragráðu í hagsögu frá London School of Economics árið 2017. Þá er hann með BA gráðu í sagnfræði með hagfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands frá árinu 2015 og hefur lokið prófi til verðbréfaréttinda.
Ingvar var tilnefndur til Blaðamannaverðlauna ársins 2022 í flokki rannsóknarblaðamennsku fyrir umfjöllun um styrktarsjóð og fjármál Sonju de Zorrilla. Hann hefur setið í stjórn Blaðamannafélags Íslands undanfarið ár.
„Íslensk fjármálafyrirtæki gegna afar mikilvægu hlutverki í samfélaginu og ég hlakka til að takast á við krefjandi og þýðingarmikil verkefni með aðildarfélögum SFF sem og öflugu og reynslumiklu samstarfsfólki hjá samtökunum,” er haft eftir Ingvari í tilkynningu.
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, segist þá vera ánægð að fá Ingvar til liðs við sig. „Þekking hans á þeim sviðum sem aðildarfélög okkar starfa innan er afar mikils virði og við hlökkum til samstarfsins,” er haft eftir Heiðrúnu í tilkynningunni.