Viðskipti innlent

Ingvar nýr samskiptastjóri SFF

Máni Snær Þorláksson skrifar
Ingvar Haraldsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Ingvar Haraldsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Aðsend

Ingvar Haraldsson er nýr samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). Ingvar hefur starfað sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins frá árinu 2018. Fyrir það hefur hann verið viðskiptablaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, Fréttablaðinu og Vísi.

Jafnframt starfaði Ingvar sem stundakennari við Háskólann i Reykjavík á árunum 2018-2020 þar sem hann kenndi áfanga um sögu hagfræðikenninga. Ingvar lauk meistaragráðu í hagsögu frá London School of Economics árið 2017. Þá er hann með BA gráðu í sagnfræði með hagfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands frá árinu 2015 og hefur lokið prófi til verðbréfaréttinda. 

Ingvar var tilnefndur til Blaðamannaverðlauna ársins 2022 í flokki rannsóknarblaðamennsku fyrir umfjöllun um styrktarsjóð og fjármál Sonju de Zorrilla. Hann hefur setið í stjórn Blaðamannafélags Íslands undanfarið ár.

„Íslensk fjármálafyrirtæki gegna afar mikilvægu hlutverki í samfélaginu og ég hlakka til að takast á við krefjandi og þýðingarmikil verkefni með aðildarfélögum SFF sem og öflugu og reynslumiklu samstarfsfólki hjá samtökunum,” er haft eftir Ingvari í tilkynningu.

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, segist þá vera ánægð að fá Ingvar til liðs við sig. „Þekking hans á þeim sviðum sem aðildarfélög okkar starfa innan er afar mikils virði og við hlökkum til samstarfsins,” er haft eftir Heiðrúnu í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.