Stígi skref til baka í átt að sjálfstæðara FME Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. maí 2023 11:11 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ákvarðanir vegna sameiningar Seðlabankans og FME séu í stöðugri endurskoðun. Vísir/Arnar Seðlabankastjóri segir að sér finnist ekki ólíklegt að stigin verði skref til baka frá sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Þar mætti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ásamt varaseðlabankastjóranum Björk Sigurgísladóttur og Unni Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlitsins. Þar ræddi þríeykið skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. Var Ásgeir spurður af því af þingmönnum út í áhyggjur sem viðraðar hafa verið af AGS af víðu valdsviði Seðlabankastjóra. „Eftir tvö þrjú ár ekki ólíklegt að við skoðum þetta upp á nýtt. Mér finnst ekki ólíklegt að við jafnvel stígum skref til baka í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Lykilatriðið er að það er ekki til nein ein leið í þessu.“ Ásgeir leggur áherslu á að sameiningin sé í stöðugri endurskoðun. Hann segist telja að það hafi verið nauðsynlegt að sameina stofnanirnar, niðurstöður úttekta bendi til þess að sameiningin hafi heppnast vel. „Það var þannig upphaflega að bankaeftirlitið var tekið út úr Seðlabankanum 1998 og ég held að það hafi verið mistök. Þetta var gert rétt fyrir einkavæðingu og ég held að það hafi verið einn af orsakaþáttum hrunsins. Þetta var að mörgu leyti óheppileg skipting sem til dæmis kom fram þegar forsvarsmenn Glitnis komu og ætluðu að fá lán hjá Seðlabankanum. Sem dæmi.“ Hafi meira vægi með Seðlabankanum Ásgeir segir að fólk geti haft skoðanir á því hversu nærri fjármálaeftirliti seðlabankastjóri á að koma. „Ég er formaður fjármálaeftirlitsnefndar þegar teknar eru ákvarðanir um þrjá kerfislegar mikilvæga banka. Annars tek ég ekki þátt í ákvörðunum.“ Hann segist hafa reynt að koma ekki nálægt ákvörðunum um fjármálaeftirlit að nauðsynjalausu. Fjármálaeftirlitið og ákvarðanir þess hafi meira vægi með Seðlabankann með sér. „Svo skiptir máli að það er allt annað að fylgja eftir úrskurði Fjármálaeftirlitsins þegar Seðlabankinn er að baki. Eg held að leiðbeiningar og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins hafi þannig mun meira vægi.“ Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Þar mætti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ásamt varaseðlabankastjóranum Björk Sigurgísladóttur og Unni Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlitsins. Þar ræddi þríeykið skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. Var Ásgeir spurður af því af þingmönnum út í áhyggjur sem viðraðar hafa verið af AGS af víðu valdsviði Seðlabankastjóra. „Eftir tvö þrjú ár ekki ólíklegt að við skoðum þetta upp á nýtt. Mér finnst ekki ólíklegt að við jafnvel stígum skref til baka í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Lykilatriðið er að það er ekki til nein ein leið í þessu.“ Ásgeir leggur áherslu á að sameiningin sé í stöðugri endurskoðun. Hann segist telja að það hafi verið nauðsynlegt að sameina stofnanirnar, niðurstöður úttekta bendi til þess að sameiningin hafi heppnast vel. „Það var þannig upphaflega að bankaeftirlitið var tekið út úr Seðlabankanum 1998 og ég held að það hafi verið mistök. Þetta var gert rétt fyrir einkavæðingu og ég held að það hafi verið einn af orsakaþáttum hrunsins. Þetta var að mörgu leyti óheppileg skipting sem til dæmis kom fram þegar forsvarsmenn Glitnis komu og ætluðu að fá lán hjá Seðlabankanum. Sem dæmi.“ Hafi meira vægi með Seðlabankanum Ásgeir segir að fólk geti haft skoðanir á því hversu nærri fjármálaeftirliti seðlabankastjóri á að koma. „Ég er formaður fjármálaeftirlitsnefndar þegar teknar eru ákvarðanir um þrjá kerfislegar mikilvæga banka. Annars tek ég ekki þátt í ákvörðunum.“ Hann segist hafa reynt að koma ekki nálægt ákvörðunum um fjármálaeftirlit að nauðsynjalausu. Fjármálaeftirlitið og ákvarðanir þess hafi meira vægi með Seðlabankann með sér. „Svo skiptir máli að það er allt annað að fylgja eftir úrskurði Fjármálaeftirlitsins þegar Seðlabankinn er að baki. Eg held að leiðbeiningar og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins hafi þannig mun meira vægi.“
Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira