Stígi skref til baka í átt að sjálfstæðara FME Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. maí 2023 11:11 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ákvarðanir vegna sameiningar Seðlabankans og FME séu í stöðugri endurskoðun. Vísir/Arnar Seðlabankastjóri segir að sér finnist ekki ólíklegt að stigin verði skref til baka frá sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Þar mætti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ásamt varaseðlabankastjóranum Björk Sigurgísladóttur og Unni Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlitsins. Þar ræddi þríeykið skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. Var Ásgeir spurður af því af þingmönnum út í áhyggjur sem viðraðar hafa verið af AGS af víðu valdsviði Seðlabankastjóra. „Eftir tvö þrjú ár ekki ólíklegt að við skoðum þetta upp á nýtt. Mér finnst ekki ólíklegt að við jafnvel stígum skref til baka í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Lykilatriðið er að það er ekki til nein ein leið í þessu.“ Ásgeir leggur áherslu á að sameiningin sé í stöðugri endurskoðun. Hann segist telja að það hafi verið nauðsynlegt að sameina stofnanirnar, niðurstöður úttekta bendi til þess að sameiningin hafi heppnast vel. „Það var þannig upphaflega að bankaeftirlitið var tekið út úr Seðlabankanum 1998 og ég held að það hafi verið mistök. Þetta var gert rétt fyrir einkavæðingu og ég held að það hafi verið einn af orsakaþáttum hrunsins. Þetta var að mörgu leyti óheppileg skipting sem til dæmis kom fram þegar forsvarsmenn Glitnis komu og ætluðu að fá lán hjá Seðlabankanum. Sem dæmi.“ Hafi meira vægi með Seðlabankanum Ásgeir segir að fólk geti haft skoðanir á því hversu nærri fjármálaeftirliti seðlabankastjóri á að koma. „Ég er formaður fjármálaeftirlitsnefndar þegar teknar eru ákvarðanir um þrjá kerfislegar mikilvæga banka. Annars tek ég ekki þátt í ákvörðunum.“ Hann segist hafa reynt að koma ekki nálægt ákvörðunum um fjármálaeftirlit að nauðsynjalausu. Fjármálaeftirlitið og ákvarðanir þess hafi meira vægi með Seðlabankann með sér. „Svo skiptir máli að það er allt annað að fylgja eftir úrskurði Fjármálaeftirlitsins þegar Seðlabankinn er að baki. Eg held að leiðbeiningar og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins hafi þannig mun meira vægi.“ Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Þar mætti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ásamt varaseðlabankastjóranum Björk Sigurgísladóttur og Unni Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlitsins. Þar ræddi þríeykið skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. Var Ásgeir spurður af því af þingmönnum út í áhyggjur sem viðraðar hafa verið af AGS af víðu valdsviði Seðlabankastjóra. „Eftir tvö þrjú ár ekki ólíklegt að við skoðum þetta upp á nýtt. Mér finnst ekki ólíklegt að við jafnvel stígum skref til baka í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Lykilatriðið er að það er ekki til nein ein leið í þessu.“ Ásgeir leggur áherslu á að sameiningin sé í stöðugri endurskoðun. Hann segist telja að það hafi verið nauðsynlegt að sameina stofnanirnar, niðurstöður úttekta bendi til þess að sameiningin hafi heppnast vel. „Það var þannig upphaflega að bankaeftirlitið var tekið út úr Seðlabankanum 1998 og ég held að það hafi verið mistök. Þetta var gert rétt fyrir einkavæðingu og ég held að það hafi verið einn af orsakaþáttum hrunsins. Þetta var að mörgu leyti óheppileg skipting sem til dæmis kom fram þegar forsvarsmenn Glitnis komu og ætluðu að fá lán hjá Seðlabankanum. Sem dæmi.“ Hafi meira vægi með Seðlabankanum Ásgeir segir að fólk geti haft skoðanir á því hversu nærri fjármálaeftirliti seðlabankastjóri á að koma. „Ég er formaður fjármálaeftirlitsnefndar þegar teknar eru ákvarðanir um þrjá kerfislegar mikilvæga banka. Annars tek ég ekki þátt í ákvörðunum.“ Hann segist hafa reynt að koma ekki nálægt ákvörðunum um fjármálaeftirlit að nauðsynjalausu. Fjármálaeftirlitið og ákvarðanir þess hafi meira vægi með Seðlabankann með sér. „Svo skiptir máli að það er allt annað að fylgja eftir úrskurði Fjármálaeftirlitsins þegar Seðlabankinn er að baki. Eg held að leiðbeiningar og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins hafi þannig mun meira vægi.“
Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira