Stígi skref til baka í átt að sjálfstæðara FME Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. maí 2023 11:11 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ákvarðanir vegna sameiningar Seðlabankans og FME séu í stöðugri endurskoðun. Vísir/Arnar Seðlabankastjóri segir að sér finnist ekki ólíklegt að stigin verði skref til baka frá sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Þar mætti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ásamt varaseðlabankastjóranum Björk Sigurgísladóttur og Unni Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlitsins. Þar ræddi þríeykið skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. Var Ásgeir spurður af því af þingmönnum út í áhyggjur sem viðraðar hafa verið af AGS af víðu valdsviði Seðlabankastjóra. „Eftir tvö þrjú ár ekki ólíklegt að við skoðum þetta upp á nýtt. Mér finnst ekki ólíklegt að við jafnvel stígum skref til baka í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Lykilatriðið er að það er ekki til nein ein leið í þessu.“ Ásgeir leggur áherslu á að sameiningin sé í stöðugri endurskoðun. Hann segist telja að það hafi verið nauðsynlegt að sameina stofnanirnar, niðurstöður úttekta bendi til þess að sameiningin hafi heppnast vel. „Það var þannig upphaflega að bankaeftirlitið var tekið út úr Seðlabankanum 1998 og ég held að það hafi verið mistök. Þetta var gert rétt fyrir einkavæðingu og ég held að það hafi verið einn af orsakaþáttum hrunsins. Þetta var að mörgu leyti óheppileg skipting sem til dæmis kom fram þegar forsvarsmenn Glitnis komu og ætluðu að fá lán hjá Seðlabankanum. Sem dæmi.“ Hafi meira vægi með Seðlabankanum Ásgeir segir að fólk geti haft skoðanir á því hversu nærri fjármálaeftirliti seðlabankastjóri á að koma. „Ég er formaður fjármálaeftirlitsnefndar þegar teknar eru ákvarðanir um þrjá kerfislegar mikilvæga banka. Annars tek ég ekki þátt í ákvörðunum.“ Hann segist hafa reynt að koma ekki nálægt ákvörðunum um fjármálaeftirlit að nauðsynjalausu. Fjármálaeftirlitið og ákvarðanir þess hafi meira vægi með Seðlabankann með sér. „Svo skiptir máli að það er allt annað að fylgja eftir úrskurði Fjármálaeftirlitsins þegar Seðlabankinn er að baki. Eg held að leiðbeiningar og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins hafi þannig mun meira vægi.“ Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Þar mætti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ásamt varaseðlabankastjóranum Björk Sigurgísladóttur og Unni Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlitsins. Þar ræddi þríeykið skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. Var Ásgeir spurður af því af þingmönnum út í áhyggjur sem viðraðar hafa verið af AGS af víðu valdsviði Seðlabankastjóra. „Eftir tvö þrjú ár ekki ólíklegt að við skoðum þetta upp á nýtt. Mér finnst ekki ólíklegt að við jafnvel stígum skref til baka í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Lykilatriðið er að það er ekki til nein ein leið í þessu.“ Ásgeir leggur áherslu á að sameiningin sé í stöðugri endurskoðun. Hann segist telja að það hafi verið nauðsynlegt að sameina stofnanirnar, niðurstöður úttekta bendi til þess að sameiningin hafi heppnast vel. „Það var þannig upphaflega að bankaeftirlitið var tekið út úr Seðlabankanum 1998 og ég held að það hafi verið mistök. Þetta var gert rétt fyrir einkavæðingu og ég held að það hafi verið einn af orsakaþáttum hrunsins. Þetta var að mörgu leyti óheppileg skipting sem til dæmis kom fram þegar forsvarsmenn Glitnis komu og ætluðu að fá lán hjá Seðlabankanum. Sem dæmi.“ Hafi meira vægi með Seðlabankanum Ásgeir segir að fólk geti haft skoðanir á því hversu nærri fjármálaeftirliti seðlabankastjóri á að koma. „Ég er formaður fjármálaeftirlitsnefndar þegar teknar eru ákvarðanir um þrjá kerfislegar mikilvæga banka. Annars tek ég ekki þátt í ákvörðunum.“ Hann segist hafa reynt að koma ekki nálægt ákvörðunum um fjármálaeftirlit að nauðsynjalausu. Fjármálaeftirlitið og ákvarðanir þess hafi meira vægi með Seðlabankann með sér. „Svo skiptir máli að það er allt annað að fylgja eftir úrskurði Fjármálaeftirlitsins þegar Seðlabankinn er að baki. Eg held að leiðbeiningar og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins hafi þannig mun meira vægi.“
Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira