Í tilkynningu segir að með ráðningum sæe hlutfall kvenna og karla jafnt í framkvæmdastjórn Landsnets.
Fram kemur að Guðný Björg hafi átján ára reynslu úr áliðnaðinum en hún hafi áður starfað hjá Fjarðaáli frá upphafi rekstrar til ársins 2021.
„Hún var hluti af framkvæmdastjórnarteymi Fjarðaáls frá árinu 2009, fyrst sem framkvæmdastjóri heilsu- og öryggismála en frá 2011 sem framkvæmdastjóri mannauðsmála. Árið 2021 flutti hún sig um set er hún tók við starfi framkvæmdastjóra mannauðssviðs hjá Norðuráli,“ segir um Guðnýju.
Mannauður og umbætur er nýtt svið hjá Landsneti þar sem áhersla er lögð á mannauðs-, öryggis- og gæðamál ásamt innri þjónustu.
Hefur starfað hjá Landsneti frá 2015
Í tilkynningunni segir ennfremur að Svandís Hlín Karlsdóttir hafi verið ráðin í starf framkvæmdastjóra viðskipta- og kerfisþróunar þar sem hún muni fara fyrir öflugum hópi sem beri ábyrgð á þróun raforkumarkaðar, viðskiptatengslum og uppbyggingaráætlun Landsnets.
„Svandís hefur unnið hjá Landsneti frá árinu 2015 og nú síðast sem forstöðumaður viðskiptaþjónustu og -þróunar ásamt því að vera faglegur leiðtogi fyrir innleiðingu á stefnu Landsnets. Áður starfaði hún sem fjármálasérfræðingur hjá Danone AB í Svíþjóð þar sem verksviðið var m.a. ábyrgð á fjárhagsáætlun, viðskiptaþróun og áhættugreiningu. Einnig hefur hún starfað sem fagstjóri efniskaupa hjá Mannviti verkfræðistofu.
Viðskipta – og kerfisþróun er nýtt svið hjá Landsneti þar sem áhersla er á þróun umhverfis raforkumarkaða, viðskiptatengsl, viðskipta- og uppbyggingaráætlun flutningskerfisins ásamt rannsóknum og þróun.“