Óheilindi hverra? Ragnar Sigurðsson skrifar 7. maí 2023 11:30 Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa lengi verið í brennidepli. Af þeim sökum hefur margt verið sagt og samþykkt varðandi framtíð flugvallarins. Samhljómur hefur verið í andstöðu þeirra sem búa fjær höfuðborgarsvæðinu, við ógnun á flugöryggi og lokun flugbrauta. Það er brýnt hagsmuna- og öryggismál allra, en sérstaklega íbúa á landsbyggðinni. Því eru skiljanleg hávær mótmæli landsbyggðar vegna áformaðra framkvæmda í Skerjafirði sem auka óvissu um notagildi flugvallarins. Hrópandi þögn Hrópandi þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknar er mikið stílbrot gagnvart þessum samhljómi sem hingað til hefur ríkt. Það kemur því spánskt fyrir sjónir að sjá þingmenn og ráðherra Framsóknar saka fyrrum liðsfélaga sína og aðra sem látið hafa áhyggjur sínar í ljós í flugvallarmálinu, um ósannindi, óheilindi og gífuryrði án þess að færa rök fyrir. Sannleikurinn er einfaldlega sá að fyrirhuguð uppbygging gengur gegn því samkomulagi sem gert var árið 2019 til að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur sé tilbúin til notkunar. Það ætti að vera óþarfi að rifja hér hérupp að Framsókn í Reykjavík bauð fram lista kenndan við flugvallarvini. Staðreyndirnar „Ráðherra mun því hvorki geta fallist á að farið verði í umræddar framkvæmdir í Skerjafirði né aðrar slíkar framkvæmdir í næsta nágrenni við flugvöllinn nema sýnt hafi verið með óyggjandi hætti fram á að flugöryggi og rekstraröryggi sé ekki stefnt í hættu.“ Þetta sagði núverandi innviðaráðherra á síðasta ári við skriflegri fyrirspurn á þingi um það hvort hann myndi beita sér gegn frekari byggð í Skerjafirði. Í niðurstöðu starfshóps sem sjálfur innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar kemur fram að ný byggð í Skerjafirði mun að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari. Á blaðsíðu 38 í skýrslunni er að finna helstu niðurstöður: Byggð í Nýja Skerjafirði samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi þrengir að starfsemi flugvallarins frá því sem nú er, breytingar verða á vindafari á flugvellinum og í næsta nágrenni hans og nothæfi hans skerðist. Þar sem meðalvindhraðabreyting fer nú þegar yfir viðmiðunarmörk þarf að gæta sérstakrar varúðar við að bæta við fleiri áhættuþáttum svo sem aukinni kviku. Ljóst er af þeim gögnum og úttektum sem fyrir liggja að kvika eykst yfir flugvallarsvæðinu með tilkomu Nýja Skerjafjarðar samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. Mun ítarlegri greiningu og mælingar vantar til að meta hve mikil þessi breyting verður. Ekki er hægt að fullyrða, án frekari rannsókna, að byggðin hafi slík áhrif á aðstæður fyrir flug á Reykjavíkurflugvelli að þörf sé á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði. Mótvægisaðgerðir óljósar Síðan er í skýrslunni farið yfir mögulegar mótvægisaðgerðir sem til þess eru fallnar að „draga úr áhrifum eða áhættu“ en koma ekki að fullu í veg fyrir neikvæð áhrif byggðar á flugrekstraröryggi hans. Mótvægisaðgerðirnar eru valfrjálsar, óljósar og matskenndar. Í lokaorðum skýrslunnar segir „ vert að geta þess að það er og verður ákvörðunaratriði stjórnvalda, rekstraraðila og notenda flugvallarins hvort og þá hvaða skerðing nothæfis er ásættanleg fyrir flugið á Reykjavíkurflugvelli.“ Mitt svar er einfalt. Ég tel óásættanlegt að skerða enn frekar nothæfi flugvallarins þar til annar betri eða sambærilegur kostur fyrir innanlandsflug hefur leyst núverandi flugvöll af hólmi. Þessi skýra afstaða hefur ekkert breyst. Hverra eru þá óheilindin í þessu máli? Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Fjarðabyggð Ragnar Sigurðsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa lengi verið í brennidepli. Af þeim sökum hefur margt verið sagt og samþykkt varðandi framtíð flugvallarins. Samhljómur hefur verið í andstöðu þeirra sem búa fjær höfuðborgarsvæðinu, við ógnun á flugöryggi og lokun flugbrauta. Það er brýnt hagsmuna- og öryggismál allra, en sérstaklega íbúa á landsbyggðinni. Því eru skiljanleg hávær mótmæli landsbyggðar vegna áformaðra framkvæmda í Skerjafirði sem auka óvissu um notagildi flugvallarins. Hrópandi þögn Hrópandi þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknar er mikið stílbrot gagnvart þessum samhljómi sem hingað til hefur ríkt. Það kemur því spánskt fyrir sjónir að sjá þingmenn og ráðherra Framsóknar saka fyrrum liðsfélaga sína og aðra sem látið hafa áhyggjur sínar í ljós í flugvallarmálinu, um ósannindi, óheilindi og gífuryrði án þess að færa rök fyrir. Sannleikurinn er einfaldlega sá að fyrirhuguð uppbygging gengur gegn því samkomulagi sem gert var árið 2019 til að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur sé tilbúin til notkunar. Það ætti að vera óþarfi að rifja hér hérupp að Framsókn í Reykjavík bauð fram lista kenndan við flugvallarvini. Staðreyndirnar „Ráðherra mun því hvorki geta fallist á að farið verði í umræddar framkvæmdir í Skerjafirði né aðrar slíkar framkvæmdir í næsta nágrenni við flugvöllinn nema sýnt hafi verið með óyggjandi hætti fram á að flugöryggi og rekstraröryggi sé ekki stefnt í hættu.“ Þetta sagði núverandi innviðaráðherra á síðasta ári við skriflegri fyrirspurn á þingi um það hvort hann myndi beita sér gegn frekari byggð í Skerjafirði. Í niðurstöðu starfshóps sem sjálfur innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar kemur fram að ný byggð í Skerjafirði mun að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari. Á blaðsíðu 38 í skýrslunni er að finna helstu niðurstöður: Byggð í Nýja Skerjafirði samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi þrengir að starfsemi flugvallarins frá því sem nú er, breytingar verða á vindafari á flugvellinum og í næsta nágrenni hans og nothæfi hans skerðist. Þar sem meðalvindhraðabreyting fer nú þegar yfir viðmiðunarmörk þarf að gæta sérstakrar varúðar við að bæta við fleiri áhættuþáttum svo sem aukinni kviku. Ljóst er af þeim gögnum og úttektum sem fyrir liggja að kvika eykst yfir flugvallarsvæðinu með tilkomu Nýja Skerjafjarðar samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. Mun ítarlegri greiningu og mælingar vantar til að meta hve mikil þessi breyting verður. Ekki er hægt að fullyrða, án frekari rannsókna, að byggðin hafi slík áhrif á aðstæður fyrir flug á Reykjavíkurflugvelli að þörf sé á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði. Mótvægisaðgerðir óljósar Síðan er í skýrslunni farið yfir mögulegar mótvægisaðgerðir sem til þess eru fallnar að „draga úr áhrifum eða áhættu“ en koma ekki að fullu í veg fyrir neikvæð áhrif byggðar á flugrekstraröryggi hans. Mótvægisaðgerðirnar eru valfrjálsar, óljósar og matskenndar. Í lokaorðum skýrslunnar segir „ vert að geta þess að það er og verður ákvörðunaratriði stjórnvalda, rekstraraðila og notenda flugvallarins hvort og þá hvaða skerðing nothæfis er ásættanleg fyrir flugið á Reykjavíkurflugvelli.“ Mitt svar er einfalt. Ég tel óásættanlegt að skerða enn frekar nothæfi flugvallarins þar til annar betri eða sambærilegur kostur fyrir innanlandsflug hefur leyst núverandi flugvöll af hólmi. Þessi skýra afstaða hefur ekkert breyst. Hverra eru þá óheilindin í þessu máli? Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun