Viðskipti erlent

JPMorgan taka yfir First Republic-bankann

Bjarki Sigurðsson skrifar
First Republic-bankinn er nú kominn í eigu JPMorgan.
First Republic-bankinn er nú kominn í eigu JPMorgan. Getty/Justin Sullivan

Búið er að selja bandaríska bankann First Republic til annars banka, JPMorgan, eftir að bankinn fór í greiðslustöðvun. Tekur JPMorgan nú við öllum eignum og skuldum First Republic. 

Vísbendingar eru um að tíðindin af falli þriðja bankans þar í landi á skömmum tíma muni ekki hafa stórkostlega áhrif á hlutabréfamarkaði þegar þeir verða opnaðir þar í landi í dag.

First Republic-bankinn hefur verið í miklum vandræðum síðustu tvo mánuði og er nú orðinn þriðja bandaríski bankinn á skömmum tíma til að fara á hausinn. Hlutabréf í bankanum féllu nýverið um 75 prósent í virði og kom í ljós að viðskiptavinir hefðu tekið út um 100 milljarða dollara úr bankanum, þrettán þúsund milljarða króna. 

Eftir það þurftu yfirvöld að stíga inn í leikinn og setja bankann í greiðslustöðvun. Það var síðan tilkynnt í morgun að JPMorgan hafi keypt bankann. 

First Republic-bankinn var með 84 útibú í átta ríkjum Bandaríkjanna en munu þau öll nú breytast í útibú JPMorgan. 


Tengdar fréttir

Yfirtakan muni líklega róa markaði í Evrópu

Íslenskur greinandi segir að yfirtaka UBS á Credit Suisse muni líklega róa markaði í Evrópu en bankinn hafi verið svarti sauðurinn að ákveðnu leyti. Það að kaupverðið sé langt undir markaðsvirði komi ekki á óvart þar sem úlfatími sé á fjármálamarkaði. Bandaríkjamenn þurfi einnig að huga að lagabreytingum vegna veikleika sem komu bersýnilega í ljós í síðustu viku. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×