Græðgi og geðþótti, eða réttlæti, jöfnuð og velferð Sandra B. Franks skrifar 1. maí 2023 08:00 Ef þið fengjuð tækifæri til að hanna samfélag frá grunni, hvernig samfélag yrði það? Yrði það samfélag misskiptingar og misréttis? Yrði það samfélag kulnunar og kynjamismunar? Yrði það samfélag fátæktar og fjárhagsþrenginga? Yrði það samfélag valdníðslu og vígtóla? Yrði það samfélag klíku og kreddu? Yrði það samfélag græðgi og geðþótta? Nei, varla. Ég er nokkuð viss um að önnur hugtök yrðu ofar í ykkar huga. Ég er reyndar sannfærð um að hugtökin „réttlæti“, „jöfnuður“ og „velferð“ myndu skora hátt hjá öllu vinnandi fólki, sem og öðrum sem lifa í samfélagi með öðrum. Það eru einmitt þessi þrjú hugtök sem eru leiðarstef verkalýðsdags BSRB að þessu sinni. Verkalýðsbarátta snýst í grunninn um réttlæti, jöfnuð og velferð. Það er rauði þráðurinn í baráttu okkar. Verkalýðshreyfingin er í raun ekki að berjast fyrir neinu öðru. Þess vegna sætir það stundum furðu hversu erfitt það getur verið að ná þessu í gegn í samningum við vinnuveitendur, hvor sem það eru opinberir aðilar eða einkaaðilar. Réttlátt samfélag þar sem velferðin nær til allra en ekki sumra, og er ekki óraunhæfur draumur. Við getum auðveldlega náð jafnari skiptingu þeirra auðæfa sem til verða í landinu, ef vilji er til staðar. Skoðum tvær staðreyndir: Ríkustu 5% Íslendingarnir eiga tæplega 40% af hreinum eignum landsmanna. Hin 95% skipta með sér restinni, eða hinum 60%-unum. Ríkustu 10% Íslendingarnir taka yfir 80% allra fjármagnstekna sem til verða í landinu. Ísland er með lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Þessu til viðbótar birtust nýverið eftirfarandi fyrirsagnir í fjölmiðlum: „Mesti hagnaður á öldinni“ og átti þar við íslensk fyrirtæki. „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“ skrifaði RÚV síðastliðið haust. Fyrir nokkrum vikum skrifaði Viðskiptablaðið: „67 milljarða hagnaður bankanna“. Til að setja þá tölu í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og það sem öll hjúkrunarheimili og endurhæfingarþjónusta landsins kosta. Öll heilsugæsla í landinu kostar um 40 milljarða kr. Á sama tíma glímir íslenskur almenningur við hækkandi verðbólgu og vexti. Okkur virðist ekki takast að reka bráðamóttöku Landspítalans með sóma. Um 10.000 börn á Íslandi búa við fátækt samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla. Og enn er verið að borga konum lægri laun en körlum, - bara af því þær eru konur! Það er því verk að vinna. Ekki síst fyrir verkalýðshreyfinguna en ekki síður almenning sem þarf að styðja þessa baráttu. Ef almenningur vill sjá framfarir í átt að auknu réttlæti, meiri jöfnuð og bættri velferð þá er tækifærið núna. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ef þið fengjuð tækifæri til að hanna samfélag frá grunni, hvernig samfélag yrði það? Yrði það samfélag misskiptingar og misréttis? Yrði það samfélag kulnunar og kynjamismunar? Yrði það samfélag fátæktar og fjárhagsþrenginga? Yrði það samfélag valdníðslu og vígtóla? Yrði það samfélag klíku og kreddu? Yrði það samfélag græðgi og geðþótta? Nei, varla. Ég er nokkuð viss um að önnur hugtök yrðu ofar í ykkar huga. Ég er reyndar sannfærð um að hugtökin „réttlæti“, „jöfnuður“ og „velferð“ myndu skora hátt hjá öllu vinnandi fólki, sem og öðrum sem lifa í samfélagi með öðrum. Það eru einmitt þessi þrjú hugtök sem eru leiðarstef verkalýðsdags BSRB að þessu sinni. Verkalýðsbarátta snýst í grunninn um réttlæti, jöfnuð og velferð. Það er rauði þráðurinn í baráttu okkar. Verkalýðshreyfingin er í raun ekki að berjast fyrir neinu öðru. Þess vegna sætir það stundum furðu hversu erfitt það getur verið að ná þessu í gegn í samningum við vinnuveitendur, hvor sem það eru opinberir aðilar eða einkaaðilar. Réttlátt samfélag þar sem velferðin nær til allra en ekki sumra, og er ekki óraunhæfur draumur. Við getum auðveldlega náð jafnari skiptingu þeirra auðæfa sem til verða í landinu, ef vilji er til staðar. Skoðum tvær staðreyndir: Ríkustu 5% Íslendingarnir eiga tæplega 40% af hreinum eignum landsmanna. Hin 95% skipta með sér restinni, eða hinum 60%-unum. Ríkustu 10% Íslendingarnir taka yfir 80% allra fjármagnstekna sem til verða í landinu. Ísland er með lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Þessu til viðbótar birtust nýverið eftirfarandi fyrirsagnir í fjölmiðlum: „Mesti hagnaður á öldinni“ og átti þar við íslensk fyrirtæki. „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“ skrifaði RÚV síðastliðið haust. Fyrir nokkrum vikum skrifaði Viðskiptablaðið: „67 milljarða hagnaður bankanna“. Til að setja þá tölu í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og það sem öll hjúkrunarheimili og endurhæfingarþjónusta landsins kosta. Öll heilsugæsla í landinu kostar um 40 milljarða kr. Á sama tíma glímir íslenskur almenningur við hækkandi verðbólgu og vexti. Okkur virðist ekki takast að reka bráðamóttöku Landspítalans með sóma. Um 10.000 börn á Íslandi búa við fátækt samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla. Og enn er verið að borga konum lægri laun en körlum, - bara af því þær eru konur! Það er því verk að vinna. Ekki síst fyrir verkalýðshreyfinguna en ekki síður almenning sem þarf að styðja þessa baráttu. Ef almenningur vill sjá framfarir í átt að auknu réttlæti, meiri jöfnuð og bættri velferð þá er tækifærið núna. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun