Hrein ný íbúðalán ekki verið minni síðan 2016 Atli Ísleifsson skrifar 27. apríl 2023 07:28 Í skýrslunni segir að í febrúar síðastliðnum hafi 611 íbúðir selst á landinu öllu, samanborið við 413 í janúar. Myndin er tekin í Mosfellsbæ með Lágafellslaug í forgrunni. Vísir/Vilhelm Hrein ný íbúðalán námu 6,8 milljörðum króna í febrúarmánuði og hafa þau ekki verið minni síðan í mars 2016. Þetta endurspeglar minnkandi veltu á fasteignamarkaði. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun. Þar segir að af þessum hreinu nýju íbúðalánum hafi ný óverðtryggð íbúðalán verið neikvæð um 350 milljónir króna en þau hafi ekki verið neikvæð síðan í janúar 2015, vegna leiðréttingarinnar svokölluðu. Fólk að færa sig úr óverðtryggðum lánum í verðtryggð Gögnin sýna að færst hafi í vöxt að fólk færi sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð og þá segir að áfram einkennist fasteignamarkaðurinn af nokkurri ró samanborið við síðustu ár. Þrátt fyrir að vextir hafi haldið áfram að hækka sé ekki að sjá að mati skýrsluhöfundar að íbúðamarkaðurinn sé að kólna meira en hann hafði þegar gert. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða í mars, viðskiptum hefur fjölgað en aðrir mælikvarðar eru nokkuð stöðugir. Í skýrslunni segir að í febrúar síðastliðnum hafi 611 íbúðir selst á landinu öllu, samanborið við 413 í janúar. Aukningin hafi þó aðeins numið fimmtíu íbúðum á milli mánaða ef litið er til árstíðabundinna talna. Sjá má að ungur kaupendur hafi ekki verið færri síðan 2014.HMS Ungir kaupendur ekki færri síðan 2014 Þegar horft er til aldurs kaupenda íbúða kemur fram að ungir kaupendur, 30 ára og yngri, hafi verið 26,5 prósent af heildarfjölda kaupenda í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 29,2 prósent á fjórða ársfjórðungi 2022. „Á tímum COVID19 var hlutur ungra kaupenda óvenju hár og náði hann hámarki á þriðja ársfjórðungi 2021 í 35,4%. Á árunum 2009-2018 var hlutfall ungra kaupenda hins vegar yfirleitt lægra en það er nú. Hlutfall ungra kaupenda virðist hreyfast í takt við umsvif á fasteignamarkaði þannig að ungir kaupendur eru hlutfallslega fleiri þegar fleiri viðskipti eiga sér stað. Fjöldi ungra fasteignakaupenda sveiflast því talsvert meira en hlutdeild þeirra. Þannig voru tæplega 513 ungir fasteignakaupendur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs á höfuðborgarsvæðinu en ríflega 1.300 á þriðja ársfjórðungi árið 2021,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. 27. mars 2023 07:49 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun. Þar segir að af þessum hreinu nýju íbúðalánum hafi ný óverðtryggð íbúðalán verið neikvæð um 350 milljónir króna en þau hafi ekki verið neikvæð síðan í janúar 2015, vegna leiðréttingarinnar svokölluðu. Fólk að færa sig úr óverðtryggðum lánum í verðtryggð Gögnin sýna að færst hafi í vöxt að fólk færi sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð og þá segir að áfram einkennist fasteignamarkaðurinn af nokkurri ró samanborið við síðustu ár. Þrátt fyrir að vextir hafi haldið áfram að hækka sé ekki að sjá að mati skýrsluhöfundar að íbúðamarkaðurinn sé að kólna meira en hann hafði þegar gert. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða í mars, viðskiptum hefur fjölgað en aðrir mælikvarðar eru nokkuð stöðugir. Í skýrslunni segir að í febrúar síðastliðnum hafi 611 íbúðir selst á landinu öllu, samanborið við 413 í janúar. Aukningin hafi þó aðeins numið fimmtíu íbúðum á milli mánaða ef litið er til árstíðabundinna talna. Sjá má að ungur kaupendur hafi ekki verið færri síðan 2014.HMS Ungir kaupendur ekki færri síðan 2014 Þegar horft er til aldurs kaupenda íbúða kemur fram að ungir kaupendur, 30 ára og yngri, hafi verið 26,5 prósent af heildarfjölda kaupenda í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 29,2 prósent á fjórða ársfjórðungi 2022. „Á tímum COVID19 var hlutur ungra kaupenda óvenju hár og náði hann hámarki á þriðja ársfjórðungi 2021 í 35,4%. Á árunum 2009-2018 var hlutfall ungra kaupenda hins vegar yfirleitt lægra en það er nú. Hlutfall ungra kaupenda virðist hreyfast í takt við umsvif á fasteignamarkaði þannig að ungir kaupendur eru hlutfallslega fleiri þegar fleiri viðskipti eiga sér stað. Fjöldi ungra fasteignakaupenda sveiflast því talsvert meira en hlutdeild þeirra. Þannig voru tæplega 513 ungir fasteignakaupendur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs á höfuðborgarsvæðinu en ríflega 1.300 á þriðja ársfjórðungi árið 2021,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. 27. mars 2023 07:49 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. 27. mars 2023 07:49
Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent