Frá þessu segir í tilkynningu frá félaginu en Anna Signý tekur við stöðunni af Skúla Valberg sem einnig er einn af meðeigendum. Skúli mun taka við sem stjórnarformaður Kolibri.
Anna Signý hefur starfað hjá Kolibri síðan árið 2018 sem sérfræðingur í notendaupplifun. Anna er með cand.it gráðu frá IT háskólanum í Kaupmannahöfn í stafrænni hönnun og upplýsingatækni og hefur meðal annars setið í stjórn Samtaka vefiðnaðarins (SVEF).
Kolibri er hugbúnaðar- og hönnunarfyrirtæki sem tekur að sér alls kyns stafræn verkefni eins og til að mynda hönnun, vefi, öpp og stafrænar lausnir. Fyrirtækið var stofnað árið 2007.