„Við mætum dýrvitlausar í kvöld“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2023 11:30 Dagbjört Dögg Karlsdóttir Vísir/Hulda Margrét Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti magnaðan leik fyrir Val er liðið vann annan leik einvígis liðsins við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á dögunum. Valur leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn með sigri í Reykjanesbæ í kvöld. „Taugarnar eru bara mjög góðar. Ég er mjög spennt fyrir þessu og býst við hörkuleik. Þær í Keflavík horfa líklega á þetta sem duga eða drepast leik og við ætlum að gera það sama. Við mætum dýrvitlausar í kvöld,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Við erum mjög gíraðar eftir síðustu tvo leiki en reynum að halda jafnvæginu í góðu lagi og fara ekki of hátt. Við vitum hvað er í boði í kvöld en hugsum ekki út í það fyrr en leikurinn klárast, ætlum að halda einbeitingu.“ Hitti úr öllum skotunum í síðasta leik Valur vann síðasta leik 77-70 að Hlíðarenda gegn deildarmeisturunum og höfðu áður unnið 69-66 sigur í fyrri leik liðanna á heimavelli Keflavíkur. Dagbjört steig upp hjá Valskonum í síðari leiknum þar sem hún var stigahæst með 19 stig en það sem vakti mesta athygli var 100 prósent skotnýting hennar. Dagbjört tekur eitt af sjö skotum sínum í síðasta leik, sem öll fóru rétta leið.Vísir/Hulda Margrét Öll þrjú tveggja stiga skot hennar fóru niður, öll fjögur þriggja stiga skotin og eina vítið sem hún tók. Aðspurð hvort hún ætli ekki að endurtaka leikinn í kvöld segir Dagbjört: „Það eru einmitt margir búnir að spyrja mig hvað ég gerði fyrir þann leik sem ég geri ekki fyrir aðra, en það koma bara stundum svona leikir og það gerðist í síðasta leik. Við erum með það breiðan hóp að það er ekkert nauðsynlegt að maður eigi svona leik í hverjum einasta. Við sjáum hvað gerist og það kæmi ekki á óvart að aðrar myndu stíga upp í kvöld.“ Hún segir Valskonur þá stefna á sigur í kvöld, að klára einvígið og titilinn. „Það er lítið annað í boði. Við horfum á þetta eins og þetta sé bikarleikur, það er að duga eða drepast. Við mætum brjálaðar í kvöld og auðvelt að gíra sig fyrir svona leiki þegar Íslandsmeistaratitill í boði,“ segir Dagbjört. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19:15 en Hörður Unnsteinsson og sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi hefja upphitun klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira
„Taugarnar eru bara mjög góðar. Ég er mjög spennt fyrir þessu og býst við hörkuleik. Þær í Keflavík horfa líklega á þetta sem duga eða drepast leik og við ætlum að gera það sama. Við mætum dýrvitlausar í kvöld,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Við erum mjög gíraðar eftir síðustu tvo leiki en reynum að halda jafnvæginu í góðu lagi og fara ekki of hátt. Við vitum hvað er í boði í kvöld en hugsum ekki út í það fyrr en leikurinn klárast, ætlum að halda einbeitingu.“ Hitti úr öllum skotunum í síðasta leik Valur vann síðasta leik 77-70 að Hlíðarenda gegn deildarmeisturunum og höfðu áður unnið 69-66 sigur í fyrri leik liðanna á heimavelli Keflavíkur. Dagbjört steig upp hjá Valskonum í síðari leiknum þar sem hún var stigahæst með 19 stig en það sem vakti mesta athygli var 100 prósent skotnýting hennar. Dagbjört tekur eitt af sjö skotum sínum í síðasta leik, sem öll fóru rétta leið.Vísir/Hulda Margrét Öll þrjú tveggja stiga skot hennar fóru niður, öll fjögur þriggja stiga skotin og eina vítið sem hún tók. Aðspurð hvort hún ætli ekki að endurtaka leikinn í kvöld segir Dagbjört: „Það eru einmitt margir búnir að spyrja mig hvað ég gerði fyrir þann leik sem ég geri ekki fyrir aðra, en það koma bara stundum svona leikir og það gerðist í síðasta leik. Við erum með það breiðan hóp að það er ekkert nauðsynlegt að maður eigi svona leik í hverjum einasta. Við sjáum hvað gerist og það kæmi ekki á óvart að aðrar myndu stíga upp í kvöld.“ Hún segir Valskonur þá stefna á sigur í kvöld, að klára einvígið og titilinn. „Það er lítið annað í boði. Við horfum á þetta eins og þetta sé bikarleikur, það er að duga eða drepast. Við mætum brjálaðar í kvöld og auðvelt að gíra sig fyrir svona leiki þegar Íslandsmeistaratitill í boði,“ segir Dagbjört. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19:15 en Hörður Unnsteinsson og sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi hefja upphitun klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport.
Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira