Bed Bath & Beyond gjaldþrota Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2023 06:39 Bed Bath & Beyond verslanirnar eru 475 talsins og eru staðsettar víðs vegar um Bandaríkin. Getty/Lindsey Nicholson Verslunarkeðjan Bed Bath & Beyond hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Mun öllum verslunum þeirra vera lokað á næstu vikum. Verða allar eignir félagsins seldar á næstu vikum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir að ástæðan sé að ekki hafi tekist að tryggja fjármögnun félagsins sem rekur verslanirnar. Hefur félagið átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna mikillar aukningar í starfsemi netverslana. Þegar Bed Bath & Beyond var upp á sitt besta árið 2010 voru 970 verslanir staðsettar um öll Bandaríkin en síðustu ár hefur þeim fækkað um helming og eru þær í dag 475 talsins. Verður þeim öllum lokað á næstu vikum. „Milljónir viðskiptavina hafa treyst okkur í gegnum þeirra mikilvægustu áfanga í lífinu, frá því að fara í háskóla yfir í að gifta sig, frá því að koma sér fyrir á nýju heimili yfir í að eignast barn,“ er haft eftir forstjóra fyrirtækisins, Sue Gove, í tilkynningu. Fyrsta verslun Bed Bath & Beyond var opnuð árið 1971 undir merkjunum Bed 'n Bath. Í gegnum árin hafa Bandaríkjamenn geta keypt nánast hvað sem er sem tengist heimilinu í verslunum þeirra. Nýlega greindi félagið frá því að það ætlaði að selja hlutabréf í sjálfum sér að virði 300 milljónum dollara. Ef það tækist ekki væri mögulegt að félagið yrði gjaldþrota. Bandaríkin Mest lesið Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Viðskipti innlent Breytingar hjá Intellecta Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir að ástæðan sé að ekki hafi tekist að tryggja fjármögnun félagsins sem rekur verslanirnar. Hefur félagið átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna mikillar aukningar í starfsemi netverslana. Þegar Bed Bath & Beyond var upp á sitt besta árið 2010 voru 970 verslanir staðsettar um öll Bandaríkin en síðustu ár hefur þeim fækkað um helming og eru þær í dag 475 talsins. Verður þeim öllum lokað á næstu vikum. „Milljónir viðskiptavina hafa treyst okkur í gegnum þeirra mikilvægustu áfanga í lífinu, frá því að fara í háskóla yfir í að gifta sig, frá því að koma sér fyrir á nýju heimili yfir í að eignast barn,“ er haft eftir forstjóra fyrirtækisins, Sue Gove, í tilkynningu. Fyrsta verslun Bed Bath & Beyond var opnuð árið 1971 undir merkjunum Bed 'n Bath. Í gegnum árin hafa Bandaríkjamenn geta keypt nánast hvað sem er sem tengist heimilinu í verslunum þeirra. Nýlega greindi félagið frá því að það ætlaði að selja hlutabréf í sjálfum sér að virði 300 milljónum dollara. Ef það tækist ekki væri mögulegt að félagið yrði gjaldþrota.
Bandaríkin Mest lesið Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Viðskipti innlent Breytingar hjá Intellecta Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira