Ritstjórinn rekinn eftir smekklausa og villandi grein um Schumacher Aron Guðmundsson skrifar 22. apríl 2023 19:15 Michael Schumacher er án nokkurs vafa þekktasta nafnið í sögu Formúlu 1 Visir/Getty Ritstjóra þýska tímaritsins Die Aktuelle hefur verið sagt upp störfum eftir að viðtal, sem sagt var vera við þýsku Formúlu 1 goðsögnina Michael Schumacher en var í raun texti settur saman af gervigreindarforriti, birtist í nýlegu tölublaði tímaritsins. Það er The Guardian sem greinir frá vendingunum en margir ráku upp stór augu þegar að Die Aktuelle kom út á dögunum og á forsíðunni var stór mynd af Michael Schumacher og gefið í skyn að hægt væri að lesa fyrsta viðtalið við hann, eftir að hann lenti í skelfilegu skíðaslysi árið 2013, í umræddu blaði. Michael Schumacher er á nokkurs vafa þekktasta nafn Formúlu 1 mótaraðarinnar. Á sínum tíma sem ökumaður varð Schumacher sjöfaldur heimsmeistari og sá ökumaður sem hefur, ásamt Bretanum Sir Lewis Hamilton, unnið felsta heimsmeistaratitla.Eftir Formúlu 1 ferilinn sneri hann sér að öðrum áhugamálum en í desember árið 2013 bárust af því fréttir að Schumacher hefði slasast alvarlega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum.Síðan þá hefur lítið frést af líðan Schumachers. Fjölskylda hans hefur virt þá ósk hans, sem var einnig ríkjandi á meðan á Formúlu 1 ferli hans stóð, að einkalífi hans og fjölskyldunnar skuli haldið fjarri kastljósi fjölmiðla.Ákvörðun Die Aktuelle um að láta eins og að Schumacher hefði veitt þeim viðtal og að setja það á forsíðu tímaritsins hefur skiljanlega valdið mikilli hneykslan. Í nýlegri tilkynningu frá stjórnendum tímaritsins segir að ritstjóra þess hafi verið sagt upp störfum.„Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá Die Aktuelle. „Hún er engan vegin í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðla og blaðamanna.“Með það til hliðsjónar hafi ritstjóranum, Anne Hoffmann, sem gegnt hefur starfinu síðan árið 2009 verið sagt upp störfum.Þá hafa stjórnendur tímaritsins beðið Schumacher fjölskylduna afsökunar. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Það er The Guardian sem greinir frá vendingunum en margir ráku upp stór augu þegar að Die Aktuelle kom út á dögunum og á forsíðunni var stór mynd af Michael Schumacher og gefið í skyn að hægt væri að lesa fyrsta viðtalið við hann, eftir að hann lenti í skelfilegu skíðaslysi árið 2013, í umræddu blaði. Michael Schumacher er á nokkurs vafa þekktasta nafn Formúlu 1 mótaraðarinnar. Á sínum tíma sem ökumaður varð Schumacher sjöfaldur heimsmeistari og sá ökumaður sem hefur, ásamt Bretanum Sir Lewis Hamilton, unnið felsta heimsmeistaratitla.Eftir Formúlu 1 ferilinn sneri hann sér að öðrum áhugamálum en í desember árið 2013 bárust af því fréttir að Schumacher hefði slasast alvarlega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum.Síðan þá hefur lítið frést af líðan Schumachers. Fjölskylda hans hefur virt þá ósk hans, sem var einnig ríkjandi á meðan á Formúlu 1 ferli hans stóð, að einkalífi hans og fjölskyldunnar skuli haldið fjarri kastljósi fjölmiðla.Ákvörðun Die Aktuelle um að láta eins og að Schumacher hefði veitt þeim viðtal og að setja það á forsíðu tímaritsins hefur skiljanlega valdið mikilli hneykslan. Í nýlegri tilkynningu frá stjórnendum tímaritsins segir að ritstjóra þess hafi verið sagt upp störfum.„Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá Die Aktuelle. „Hún er engan vegin í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðla og blaðamanna.“Með það til hliðsjónar hafi ritstjóranum, Anne Hoffmann, sem gegnt hefur starfinu síðan árið 2009 verið sagt upp störfum.Þá hafa stjórnendur tímaritsins beðið Schumacher fjölskylduna afsökunar.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira