Viðskipti innlent

Katrín selur allt sitt í Hag­vangi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Katrín S. Óladóttir ætlar að hætta sem framkvæmdastjóri Hagvangs.
Katrín S. Óladóttir ætlar að hætta sem framkvæmdastjóri Hagvangs. Hagvangur

Katrín S. Óladóttir hefur selt allt sitt hlutafé í Hagvangi til þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins. Samhliða sölunni mun hún hætta sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og tekur Geirlaug Jóhannsdóttir við af henni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagvangi. Þar segir að núverandi hluthafar, Geirlaug og Sverrir Briem auki við sinn hlut auk þess sem Hlynur Atli Magnússon kemur nýr inn í eigendahópinn en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan árið 2019. Hlynur er einnig knattspyrnumaður og spilar með Fram í Bestu deild karla. 

„Það hafa verið mikil forréttindi að vera í nánum tengslum við íslenskt atvinnulíf allan þennan tíma og mér mikið gleðiefni að sjá Hagvang halda áfram í höndum lykilstarfsmanna fyrirtækisins,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni. 

Hlynur Atli Magnússon, Geirlaug Jóhannsdóttir og Sverrir Briem kaupa allt hlutaféð af Katrínu.Hagvangur




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×