Opna hótel í gamalli síldarverksmiðju Bjarki Sigurðsson skrifar 6. apríl 2023 10:51 Svona gæti hótelið litið út séð frá höfðanum með Spákonufell í baksýn. Skagaströnd Stefnt er að því að hefja deiliskipulagsvinnu í sumar við uppbyggingu hótels í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar á hafnarsvæðinu á Skagaströnd. Stefnt er að því að sjóböð verði einnig opnuð þar á næstunni. Samstarfsyfirlýsing hefur verið undirrituð milli Skagastrandar og Fasteignafélagsins Þingeyri um undirbúning að uppbyggingu á hóteli í bænum. Verður hótelið staðsett í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar þar og hefur fengið vinnuheitið Herring Hotel, eða Síldarhótelið. Verkefnið hefur verið í vinnslu í marga mánuði og hafa teikningar af hótelinu þegar verið kynntar. Yrði hótelið hluti af mikilli uppbyggingu í bænum en fyrirhuguð eru sjóböð á Hólanesi og á hótelið að svara aukinni þörf fyrir gistirými á svæðinu. Sjóböðin í Hólanesi hafa verið í vinnslu í tvö ár.Skagaströnd/Urðarsel „Saman geta hótel og baðlaugar stutt við jákvæða byggðaþróun og skapað grundvöll fyrir aðra uppbyggingu í ferðaþjónustu, svo sem vetrarferðamennsku, siglingar og sjóstangaveiði,“ segir í kynningu verkefnisins. Síldarverksmiðjan í bænum hefur verið ónotuð um tíma en hún var í eigu ríkisins þar til nýverið þegar sveitarfélagið eignaðist hana. Gert er ráð fyrir að Herring Hotel verði 4-5 stjörnu hótel með um 60 gistirýmum og fínum veitingastað með útsýni yfir hafið. Einnig verði fjölnotasalur fyrir veislur og viðburði og fundarherbergi. Bæði verða herbergi og íbúðir á hótelinu, sem býður upp á sveigjanlega og fjölbreytta notkun. ESJA Architecture unnu frumdrög að hugmynd fyrir hótelið en samkvæmd þeim drögum verður verksmiðjan tekin í gegn og ásýnd hennar að utan færð að miklu leyti til fyrra horfs. Innanhúss skapist hrá og heillandi stemning þar sem verksmiðjueinkenni hússins mæta nútímalegri og hlýlegri hönnun. Svona leit Síldarverksmiðjan út á árum áður.Skagaströnd Vonast er eftir því að útfærsla og frumhönnun hótelsins liggi alveg fyrir þann 1. júní næstkomandi. Eftir það er hægt að hefja vinnu við deiliskipulag. Sjóböðin hafa einnig verið lengi á teikniborðinu og voru fyrst kynnt í mars árið 2021. Stefnt er að því að þau verði staðsett við fjöruborðið með útsýni yfir flóann og fjöllin. Þrívíddarmynd af hvernig sjóböðin gætu litið út.Skagaströnd/Urðarsel Tengd skjöl herring-hotelPDF7.9MBSækja skjal badlaugar-holanesPDF10.3MBSækja skjal Skagaströnd Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira
Samstarfsyfirlýsing hefur verið undirrituð milli Skagastrandar og Fasteignafélagsins Þingeyri um undirbúning að uppbyggingu á hóteli í bænum. Verður hótelið staðsett í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar þar og hefur fengið vinnuheitið Herring Hotel, eða Síldarhótelið. Verkefnið hefur verið í vinnslu í marga mánuði og hafa teikningar af hótelinu þegar verið kynntar. Yrði hótelið hluti af mikilli uppbyggingu í bænum en fyrirhuguð eru sjóböð á Hólanesi og á hótelið að svara aukinni þörf fyrir gistirými á svæðinu. Sjóböðin í Hólanesi hafa verið í vinnslu í tvö ár.Skagaströnd/Urðarsel „Saman geta hótel og baðlaugar stutt við jákvæða byggðaþróun og skapað grundvöll fyrir aðra uppbyggingu í ferðaþjónustu, svo sem vetrarferðamennsku, siglingar og sjóstangaveiði,“ segir í kynningu verkefnisins. Síldarverksmiðjan í bænum hefur verið ónotuð um tíma en hún var í eigu ríkisins þar til nýverið þegar sveitarfélagið eignaðist hana. Gert er ráð fyrir að Herring Hotel verði 4-5 stjörnu hótel með um 60 gistirýmum og fínum veitingastað með útsýni yfir hafið. Einnig verði fjölnotasalur fyrir veislur og viðburði og fundarherbergi. Bæði verða herbergi og íbúðir á hótelinu, sem býður upp á sveigjanlega og fjölbreytta notkun. ESJA Architecture unnu frumdrög að hugmynd fyrir hótelið en samkvæmd þeim drögum verður verksmiðjan tekin í gegn og ásýnd hennar að utan færð að miklu leyti til fyrra horfs. Innanhúss skapist hrá og heillandi stemning þar sem verksmiðjueinkenni hússins mæta nútímalegri og hlýlegri hönnun. Svona leit Síldarverksmiðjan út á árum áður.Skagaströnd Vonast er eftir því að útfærsla og frumhönnun hótelsins liggi alveg fyrir þann 1. júní næstkomandi. Eftir það er hægt að hefja vinnu við deiliskipulag. Sjóböðin hafa einnig verið lengi á teikniborðinu og voru fyrst kynnt í mars árið 2021. Stefnt er að því að þau verði staðsett við fjöruborðið með útsýni yfir flóann og fjöllin. Þrívíddarmynd af hvernig sjóböðin gætu litið út.Skagaströnd/Urðarsel Tengd skjöl herring-hotelPDF7.9MBSækja skjal badlaugar-holanesPDF10.3MBSækja skjal
Skagaströnd Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira