Viðskipti innlent

Björg og Bog­ey til Branden­burg

Bjarki Sigurðsson skrifar
Björg Valgeirsdóttir og Bogey Ragnheiður Sigfúsdóttir eru nýir starfsmenn Brandenburg.
Björg Valgeirsdóttir og Bogey Ragnheiður Sigfúsdóttir eru nýir starfsmenn Brandenburg. Aðsend

Hönnunar- og auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið tvo nýja starfsmenn, Björg Valgeirsdóttur og Bogeyju Ragnheiði Sigfúsdóttur. Báðar munu þær gegna stöðu viðskiptastjóra innan fyrirtækisins. Þær hafa báðar hafið störf.

Björg kemur frá Sidekick Health þar sem hún starfaði sem hönnunarstjóri. Hún er með B.A.-gráðu í arkitektúr frá Glasgow School of Art auk RSP Mastersgráðu í Design Management frá IED skólanum í Barcelona. Einnig hefur hún starfað sem markaðsstjóri hjá Beyond Art í Barcelona auk þess að hafa verið verkstýrt vinnustofum og unnið náið með stærstu listasöfnum í heimi.

Bogey starfaði áður sem sölu- og markaðsstjóri hjá Hotel Courtyard by Marriott í Reykjanesbæ auk þess að hafa starfað sem þjónustu- og viðskiptastjóri hjá WOW air. Bogey er með B.A.-gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands, B.A.-gráðu í stjórnun, markaðssetningu og almennum rekstri hótela og veitingahúsa frá Roosevelt University í Chicago og M.sc.-gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.

„Björg og Bogey eru algjörlega frábær viðbót, þær smellpassa í hóp framúrskarandi sérfræðinga og hönnuða á Brandenburg. Björg og Bogey munu halda áfram með okkur á þessari braut og takast af krafti á við fjölbreytt verkefni og áskoranir,“ er haft eftir Sigríði Theódóru Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Brandenburg, í tilkynningu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×