Sagt er frá ráðningunni í Morgunblaðinu í morgun.
Áður en hann hóf störf hjá Símanum var hann framkvæmdastjóri dagskrár- og markaðssviðs 365 miðla á árunum 2007 til 2013 og dagskrárstjóri Skjá eins frá 2013 til 2015. Þá var hann markaðsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins á árunum 2001 til 2006.
Pálmi stundaði fjölmiðla- og rekstrarhagfræði við Walter Cronkite School of Journalism í Arizona State University. Hann hefur auk þess stundað nám við IESE University of Navarra í New York og Harvard Law í Boston.
Pálmi var í hópi umsækjenda um stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sem auglýst var laus til umsóknar í lok síðasta árs, eftir að tilkynnt var að Laufey Guðmundsdóttir myndi hverfa úr embætti.