Lokaumferð Subway: Sætin sem liðin geta endað í eftir kvöldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2023 09:00 Félög eru að reyna að hoppa upp um sæti í töflunni en bæði Njarðvík og KR eru hins vegar föst í sínum sætum. Vísir/Hulda Margrét Tuttugasta og önnur umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld og þótt að það sé ljóst hverjir vinna deildina og hverjir falla úr deildinni þá er enn barist um mikilvæg sæti í lokaumferðinni. Fimm af tólf liðum eru alveg föst í sínu sæti. Valsmenn eru deildarmeistarar og Njarðvík verður alltaf í öðru sæti. Tindastóll er fast í fimmta sæti og neðstu liðin, ÍR og KR, enda í ellefta og tólft sætinu. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvaða lið endar í þriðja sæti, hvaða lið nær sjötta sætinu og hvað verður áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Keflavík og Haukar keppa um þriðja sætið. Tindastóll gæti vissulega náð þessum liðum að stigum sem og endað jafnt Grindavík í 5. og 6. sæti. Stólarnir eru alltaf neðar en Haukar á innbyrðis leikjum (1-1, -3) og alltaf ofar en Grindavík á innbyrðis (2-0, +24). Grindavík og Þór Þorlákshöfn spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið. Höttur, Stjarnan og Breiðablik geta öll endað í áttunda sæti en Blikar eru þar í verstu stöðunni vegna óhagstæðra innbyrðis úrslita. 3. og 4. sætið Keflavík og Haukar eru jöfn að stigum og Keflavík verður alltaf ofar á innbyrðis leikjum endi þau jöfn. Haukarnir eiga hins vegar auðveldari mótherja, fá Blika í heimsókn á meðan Keflavík tekur á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík. 6. sætið Þór Þorlákshöfn og Grindavík mætast í Þorlákshöfn. Þórsarar eru tveimur stigum á eftir Grindavík og Grindvíkingar unnu fyrri leikinn með tveimur stigum. Það þýðir að Þórsarar ná sjötta sætinu með því að vinna leikinn með tveimur stigum eða meira. Þór nægir að vinna með tveimur af því að þeir eru með betra nettó úr öllum leikjum. 8. sætið Hlutirnir fara aftur á móti að flækjast aðeins þegar kemur að baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Höttur, Stjarnan og Breiðablik eru öll jöfn að stigum í áttunda til tóunda sæti en Hattarmenn standa best í innbyrðis leikjum þessara liða. Höttur tryggir sér því sæti í úrslitakeppninni með sigri á föllnu ÍR-liði á heimavelli. Stjarnan þarf að vinna sinn leik á móti föllnum KR-ingum og treysta á tap hjá Hetti. Blikar þurfa aftur á móti að vinna Hauka á útivelli og treysta um leið á það að bæði Höttur og Stjarnan tapi bæði þar sem Blikar standa verr á móti þeim báðum í innbyrðis leikjum. Hér fyrir neðan má sjá í hvaða sætum liðin geta endað í eftir kvöldið: Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki Subway-deild karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Fimm af tólf liðum eru alveg föst í sínu sæti. Valsmenn eru deildarmeistarar og Njarðvík verður alltaf í öðru sæti. Tindastóll er fast í fimmta sæti og neðstu liðin, ÍR og KR, enda í ellefta og tólft sætinu. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvaða lið endar í þriðja sæti, hvaða lið nær sjötta sætinu og hvað verður áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Keflavík og Haukar keppa um þriðja sætið. Tindastóll gæti vissulega náð þessum liðum að stigum sem og endað jafnt Grindavík í 5. og 6. sæti. Stólarnir eru alltaf neðar en Haukar á innbyrðis leikjum (1-1, -3) og alltaf ofar en Grindavík á innbyrðis (2-0, +24). Grindavík og Þór Þorlákshöfn spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið. Höttur, Stjarnan og Breiðablik geta öll endað í áttunda sæti en Blikar eru þar í verstu stöðunni vegna óhagstæðra innbyrðis úrslita. 3. og 4. sætið Keflavík og Haukar eru jöfn að stigum og Keflavík verður alltaf ofar á innbyrðis leikjum endi þau jöfn. Haukarnir eiga hins vegar auðveldari mótherja, fá Blika í heimsókn á meðan Keflavík tekur á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík. 6. sætið Þór Þorlákshöfn og Grindavík mætast í Þorlákshöfn. Þórsarar eru tveimur stigum á eftir Grindavík og Grindvíkingar unnu fyrri leikinn með tveimur stigum. Það þýðir að Þórsarar ná sjötta sætinu með því að vinna leikinn með tveimur stigum eða meira. Þór nægir að vinna með tveimur af því að þeir eru með betra nettó úr öllum leikjum. 8. sætið Hlutirnir fara aftur á móti að flækjast aðeins þegar kemur að baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Höttur, Stjarnan og Breiðablik eru öll jöfn að stigum í áttunda til tóunda sæti en Hattarmenn standa best í innbyrðis leikjum þessara liða. Höttur tryggir sér því sæti í úrslitakeppninni með sigri á föllnu ÍR-liði á heimavelli. Stjarnan þarf að vinna sinn leik á móti föllnum KR-ingum og treysta á tap hjá Hetti. Blikar þurfa aftur á móti að vinna Hauka á útivelli og treysta um leið á það að bæði Höttur og Stjarnan tapi bæði þar sem Blikar standa verr á móti þeim báðum í innbyrðis leikjum. Hér fyrir neðan má sjá í hvaða sætum liðin geta endað í eftir kvöldið: Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki
Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki
Subway-deild karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira