Gjaldþrot kom eiganda Eins og fætur toga í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2023 14:21 Lýður B. Skarphéðinsson eigandi Eins og fætur toga er sérfræðingur í göngu- og hlaupagreiningum. Eins og fætur toga Félagið Eins og fætur toga ehf., sem hefur sérhæft sig í göngugreiningu og sölu á hlaupaskóm og innleggjum, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og tveimur verslunum lokað. Eigandinn segir stöðuna sem upp er komin hafa komið sér í opna skjöldu. Skiptastjóri segist vonast til að geta selt reksturinn svo starfsemin geti haldið áfram. Fyrirtækið er í eigu Lýðs B. Skarphéðinssonar og Elvu Bjarkar Sveinsdóttur en félagið var stofnað árið 2010. Fjölmargir Íslendingar hafa farið í göngugreiningu hjá fyrirtækinu, bæði í Kringlunni og síðar á Höfðabakka, og fengið innlegg til að bæta líðan sína. Það var einmitt á Facebook-síðu fyrirtækisins í síðustu viku sem óvænt tilkynning barst. „Góðan dag. Verslanirnar eru báðar tímabundið lokaðar. Önnur tilkynning verður birt fljótlega. Biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði í tilkynningunni. Vísað var á lögfræðing hjá lögfræðistofunni Logos fyrir frekari fyrirspurnir. Viðskiptavinir brugðust áhyggjufullir við. Sumir vegna þess að þeir höfðu ekki fengið innlegg afhent en þegar greitt fyrir þau. Aðrir að óttast að vandræði væru með viðskiptin og búðin væri að leggjast af. Viðskiptavinir hafa lýst yfir áhyggjum við tilkynningu á Facebook-síðu Fætur toga. Lýður segir í samtali við Vísi að staðan sé viðkvæm í augnablikinu. „Þetta kom gjörsamlega aftan að okkur. Það er verið að vinna í því að opna aftur,“ segir Lýður. Enga uppgjöf sé á þeim að finna og málið sé í skoðun. Það sé þó ekki alfarið í þeirra höndum. Vonast til að selja reksturinn „Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta,“ segir Bjarki Már Magnússon, lögfræðingur hjá Logos. Guðbjörg Helga Hjartardóttir hefur verið skipaður skiptastjóri og sjá þau Bjarki um uppgjörið. Vefsíðu fyrirtækisins hefur verið lokað en Facebook-síðan er enn opin. „Við vonumst til þess að koma þessu aftur í rekstur. Að við náum að selja hann aftur eða eitthvað slíkt.“ Bjarki segir að kröfuhafi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fallist á í síðustu viku. Samdægurs hafi lögmennirnir farið í verslunirnar, í Kringlunni og uppi á Höfða, og fengið þeim lokað. Bjarki vill ekki upplýsa hver kröfuhafinn um gjaldþrotaskipti sé. Bjarki segist svara áhyggjufullum viðskiptavinum með þeim hætti að verið sé að vinna í málinu og haft verði samband við þá í næstu viku. Þau innlegg sem greitt hafi verið fyrir verði afhent þegar málin hafa skýrst. Í innköllun í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla sem telji sig eiga kröfur á hendur félaginu að lýsa þeim yfir innan tveggja mánaða. Gjaldþrot Heilsa Verslun Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Fyrirtækið er í eigu Lýðs B. Skarphéðinssonar og Elvu Bjarkar Sveinsdóttur en félagið var stofnað árið 2010. Fjölmargir Íslendingar hafa farið í göngugreiningu hjá fyrirtækinu, bæði í Kringlunni og síðar á Höfðabakka, og fengið innlegg til að bæta líðan sína. Það var einmitt á Facebook-síðu fyrirtækisins í síðustu viku sem óvænt tilkynning barst. „Góðan dag. Verslanirnar eru báðar tímabundið lokaðar. Önnur tilkynning verður birt fljótlega. Biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði í tilkynningunni. Vísað var á lögfræðing hjá lögfræðistofunni Logos fyrir frekari fyrirspurnir. Viðskiptavinir brugðust áhyggjufullir við. Sumir vegna þess að þeir höfðu ekki fengið innlegg afhent en þegar greitt fyrir þau. Aðrir að óttast að vandræði væru með viðskiptin og búðin væri að leggjast af. Viðskiptavinir hafa lýst yfir áhyggjum við tilkynningu á Facebook-síðu Fætur toga. Lýður segir í samtali við Vísi að staðan sé viðkvæm í augnablikinu. „Þetta kom gjörsamlega aftan að okkur. Það er verið að vinna í því að opna aftur,“ segir Lýður. Enga uppgjöf sé á þeim að finna og málið sé í skoðun. Það sé þó ekki alfarið í þeirra höndum. Vonast til að selja reksturinn „Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta,“ segir Bjarki Már Magnússon, lögfræðingur hjá Logos. Guðbjörg Helga Hjartardóttir hefur verið skipaður skiptastjóri og sjá þau Bjarki um uppgjörið. Vefsíðu fyrirtækisins hefur verið lokað en Facebook-síðan er enn opin. „Við vonumst til þess að koma þessu aftur í rekstur. Að við náum að selja hann aftur eða eitthvað slíkt.“ Bjarki segir að kröfuhafi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fallist á í síðustu viku. Samdægurs hafi lögmennirnir farið í verslunirnar, í Kringlunni og uppi á Höfða, og fengið þeim lokað. Bjarki vill ekki upplýsa hver kröfuhafinn um gjaldþrotaskipti sé. Bjarki segist svara áhyggjufullum viðskiptavinum með þeim hætti að verið sé að vinna í málinu og haft verði samband við þá í næstu viku. Þau innlegg sem greitt hafi verið fyrir verði afhent þegar málin hafa skýrst. Í innköllun í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla sem telji sig eiga kröfur á hendur félaginu að lýsa þeim yfir innan tveggja mánaða.
Gjaldþrot Heilsa Verslun Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira