Verðbólgan vonandi toppað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. mars 2023 13:28 Fjármálaráðherra kynnir fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 á morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra vonar að verðbólgan hafi náð hámarki. Ríkisstjórnin ætli að grípa til ráðstafana til að stuðla að lægra verðlagi sem sé talsvert verkefni. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59 prósent milli mánaða og fer verðbólgan á ársgrundvelli úr 10,2 prósent niður í 9,8 prósent. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2023, er sem stendur í 580,7 stigum, en í maí árið 1988 voru stigin hundrað talsins, og hækkar um 0,59% frá fyrri mánuði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í þessar vendingar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ætli það sé ekki best að halda aftur á sér með miklar yfirlýsingar en út af fyrir sig er þetta jákvætt og vonandi vísbending um að verðbólgan hafi náð hámarki. Við höfum séð miklar vaxtahækkanir frá Seðlabankanum, ríkisfjármálin á þessu ári eru að styðja við lægri verðbólgu, við sjáum það á mjög mikilli breytingu á afkomu ríkissjóðs.“ Hann segir að ríkisstjórnin ætli að halda áfram að grípa til ráðstafana sem að munu stuðla að því að verðlag lækkai, og það sé bara talsvert verkefni. „Þegar menn hafa misst stjórn á verðbólguvæntingum inn í framtíðina, að byggja aftur undir trú á því að við getum fengist við þetta verkefni og náð árangri en við erum mjög einbeitt í því að gera einmitt það.“ Til stendur að kynna nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 á morgun. Bjarni segir nokkrar áheyrslubreytingar frá því síðasta áætlun var kynnt. Verið sé að taka mið af breyttum ytri aðstæðum. „Það eru áherslumál frá ríkisstjórninni sem að þurfa að taka mið af þessum aðstæðum og þá er ég ekki síst að tala um verðbólguna. Þannig að ég held að fjármálaáætlunin verði mikilvægt innlegg inn í þessa stöðu og er ánægður með að heilt yfir þá getum við haft bara mjög mikla trú á framtíðinni, það geti verið bjart fram undan áfram á Íslandi.“ Um fjármálaáætlun Fjármálaáætlun er byggð á fjármálastefnu hins opinbera, grunngildum hennar og skilyrðum. Hún felur í sér ítarlega útfærslu á markmiðum sem sett eru fram í þeirri stefnu, dýpkar nánar markmið fjármálastefnu og greinir hvernig þeim verði náð frá ári til árs. Markmið með fjármálaáætluninni er að útfæra markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og þróun þeirra. Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála- og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert. Fjármálaáætlunin skiptist í tvo meginþætti. Þeir eru annars vegar greining á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fjármálum opinberra aðila og hins vegar markmið og áætlun um fjármál ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu. Í fjármálaáætlun eru sýnd framlög (fjárheimildir) til starfsemi ríkisins innan 35 málaefnasviða til næstu fimm ára. Hvert málefnasvið nær yfir tiltekin verkefni, svo sem starfsemi dómstóla og háskóla. Í fjármálaáætluninni er lagður grunnur að skýrri forgangsröðun útgjalda og markvissum undirbúningi aðgerða til að ná fram markmiðum í fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Í fjármálaáætlun er sett hámark á útgjöld, svonefndir útgjaldarammar, fyrir hvert málefnasvið næstu fimm ár. Hér er átt við áætlun um hámark þeirra fjármuna sem verður ráðstafað til starfsemi á hverju málefnasviði. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 26. mars 2023 16:49 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59 prósent milli mánaða og fer verðbólgan á ársgrundvelli úr 10,2 prósent niður í 9,8 prósent. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2023, er sem stendur í 580,7 stigum, en í maí árið 1988 voru stigin hundrað talsins, og hækkar um 0,59% frá fyrri mánuði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í þessar vendingar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ætli það sé ekki best að halda aftur á sér með miklar yfirlýsingar en út af fyrir sig er þetta jákvætt og vonandi vísbending um að verðbólgan hafi náð hámarki. Við höfum séð miklar vaxtahækkanir frá Seðlabankanum, ríkisfjármálin á þessu ári eru að styðja við lægri verðbólgu, við sjáum það á mjög mikilli breytingu á afkomu ríkissjóðs.“ Hann segir að ríkisstjórnin ætli að halda áfram að grípa til ráðstafana sem að munu stuðla að því að verðlag lækkai, og það sé bara talsvert verkefni. „Þegar menn hafa misst stjórn á verðbólguvæntingum inn í framtíðina, að byggja aftur undir trú á því að við getum fengist við þetta verkefni og náð árangri en við erum mjög einbeitt í því að gera einmitt það.“ Til stendur að kynna nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 á morgun. Bjarni segir nokkrar áheyrslubreytingar frá því síðasta áætlun var kynnt. Verið sé að taka mið af breyttum ytri aðstæðum. „Það eru áherslumál frá ríkisstjórninni sem að þurfa að taka mið af þessum aðstæðum og þá er ég ekki síst að tala um verðbólguna. Þannig að ég held að fjármálaáætlunin verði mikilvægt innlegg inn í þessa stöðu og er ánægður með að heilt yfir þá getum við haft bara mjög mikla trú á framtíðinni, það geti verið bjart fram undan áfram á Íslandi.“ Um fjármálaáætlun Fjármálaáætlun er byggð á fjármálastefnu hins opinbera, grunngildum hennar og skilyrðum. Hún felur í sér ítarlega útfærslu á markmiðum sem sett eru fram í þeirri stefnu, dýpkar nánar markmið fjármálastefnu og greinir hvernig þeim verði náð frá ári til árs. Markmið með fjármálaáætluninni er að útfæra markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og þróun þeirra. Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála- og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert. Fjármálaáætlunin skiptist í tvo meginþætti. Þeir eru annars vegar greining á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fjármálum opinberra aðila og hins vegar markmið og áætlun um fjármál ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu. Í fjármálaáætlun eru sýnd framlög (fjárheimildir) til starfsemi ríkisins innan 35 málaefnasviða til næstu fimm ára. Hvert málefnasvið nær yfir tiltekin verkefni, svo sem starfsemi dómstóla og háskóla. Í fjármálaáætluninni er lagður grunnur að skýrri forgangsröðun útgjalda og markvissum undirbúningi aðgerða til að ná fram markmiðum í fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Í fjármálaáætlun er sett hámark á útgjöld, svonefndir útgjaldarammar, fyrir hvert málefnasvið næstu fimm ár. Hér er átt við áætlun um hámark þeirra fjármuna sem verður ráðstafað til starfsemi á hverju málefnasviði.
Um fjármálaáætlun Fjármálaáætlun er byggð á fjármálastefnu hins opinbera, grunngildum hennar og skilyrðum. Hún felur í sér ítarlega útfærslu á markmiðum sem sett eru fram í þeirri stefnu, dýpkar nánar markmið fjármálastefnu og greinir hvernig þeim verði náð frá ári til árs. Markmið með fjármálaáætluninni er að útfæra markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og þróun þeirra. Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála- og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert. Fjármálaáætlunin skiptist í tvo meginþætti. Þeir eru annars vegar greining á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fjármálum opinberra aðila og hins vegar markmið og áætlun um fjármál ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu. Í fjármálaáætlun eru sýnd framlög (fjárheimildir) til starfsemi ríkisins innan 35 málaefnasviða til næstu fimm ára. Hvert málefnasvið nær yfir tiltekin verkefni, svo sem starfsemi dómstóla og háskóla. Í fjármálaáætluninni er lagður grunnur að skýrri forgangsröðun útgjalda og markvissum undirbúningi aðgerða til að ná fram markmiðum í fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Í fjármálaáætlun er sett hámark á útgjöld, svonefndir útgjaldarammar, fyrir hvert málefnasvið næstu fimm ár. Hér er átt við áætlun um hámark þeirra fjármuna sem verður ráðstafað til starfsemi á hverju málefnasviði.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 26. mars 2023 16:49 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 26. mars 2023 16:49