Í tilkynningu segir að Bryndís Kristín muni bera ábyrgð á að þróa jákvæða upplifun viðskiptavina og standa vörð um samband dk hugbúnaðar við bókhalds- og endurskoðendaskrifstofur.
„Bryndís mun vinna náið með sviðsstjóra þjónustu- og ráðgjafadeildar og sjá um að tryggja velgengni viðskiptavina með árangursdrifnum viðskiptatengslum.
Bryndís hefur viðamikla þekkingu af þjónustu og ráðgjöf víðs vegar að. Hún hóf störf hjá fyrirtækinu í ágúst á síðasta ári. Bryndís er með B.Sc. í viðskiptafræði og M.Sc í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst ásamt kennsluréttindum.
Áður en Bryndís kom til liðs við dk starfaði hún við kennslu og umsjón á unglingastigi í 6 ár en einnig hefur hún reynslu af vinnu á bókhaldsstofum, þjónustu og við verkefnastjórnun,“ segir í tilkynningunni.
dk hugbúnaður selur viðskiptahugbúnað til fyrirtækja en þar starfa nú um sextíu manns við hugbúnaðargerð og þjónustu.