Viðskipti innlent

Bryn­dís Kol­brún ráðin árangurs­stjóri hjá dk

Atli Ísleifsson skrifar
Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir.
Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir. Aðsend

Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir hefur hefur verið ráðin í starf stjórnanda viðskiptatengsla bókhalds- og endurskoðendaskrifstofa, Customer Success Manager (CSM), hjá dk hugbúnaði. Staðan er ný hjá fyrirtækinu.

Í tilkynningu segir að Bryndís Kristín muni bera ábyrgð á að þróa jákvæða upplifun viðskiptavina og standa vörð um samband dk hugbúnaðar við bókhalds- og endurskoðendaskrifstofur. 

„Bryndís mun vinna náið með sviðsstjóra þjónustu- og ráðgjafadeildar og sjá um að tryggja velgengni viðskiptavina með árangursdrifnum viðskiptatengslum.

Bryndís hefur viðamikla þekkingu af þjónustu og ráðgjöf víðs vegar að. Hún hóf störf hjá fyrirtækinu í ágúst á síðasta ári. Bryndís er með B.Sc. í viðskiptafræði og M.Sc í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst ásamt kennsluréttindum. 

Áður en Bryndís kom til liðs við dk starfaði hún við kennslu og umsjón á unglingastigi í 6 ár en einnig hefur hún reynslu af vinnu á bókhaldsstofum, þjónustu og við verkefnastjórnun,“ segir í tilkynningunni.

dk hugbúnaður selur viðskiptahugbúnað til fyrirtækja en þar starfa nú um sextíu manns við hugbúnaðargerð og þjónustu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×