Viðskipti innlent

Nýir sölustjórar hjá A4

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vinstri: Bylgja Bára Bragadóttir, Ásgrímur Helgi Einarsson og Sigurveig Ágústsdóttir.
Frá vinstri: Bylgja Bára Bragadóttir, Ásgrímur Helgi Einarsson og Sigurveig Ágústsdóttir. A4

Með skipulagsbreytingu hjá A4 hafa orðið til þrjár nýjar sölustjórastöður. Í þær hafa verið ráðin Bylgja Bára Bragadóttir, Ásgrímur Helgi Einarsson og Sigurveig Ágústsdóttir. 

Bylgja starfaði áður sem sölustjóri stórsölu hjá A4 en því var nú í skipulagsbreytingum skipt í heildsölu og fyrirtækjaþjónustu. Hún er nýr sölustjóri heildsölu. Hún hefur yfir fimmtán ára starfsreynslu af sölustýringu, stjórnun og rekstri. Hún var framkvæmdastjóri og stofnandi frumkvöðlafyrirtækisins MIA og sölu- og viðskiptastjóri hjá Pennanum um árabil. Áður en hún hóf störf sem sölustjóri stórsölu hjá A4 árið 2016 starfaði hún sem rekstrarstjóri Johan Rönning.

Ásgrímur Helgi Einarsson er nýr sölustjóri fyrirtækjaþjónustu. Ásgrímur hefur víðtæka reynslu af sölustörfum. Hann starfaði sem sölustjóri VÍS í sjö ár og síðar sem sölustjóri Mercedes-Benz hjá bílaumboðinu Öskju í nokkur ár. Þá starfaði hann um tíma sem viðskiptastjóri hjá fyrirtækjatorgi Arion banka og sem vörustjóri hjá Bílabúð Benna.

Sigurveig Ágústsdóttir er nýr sölustjóri húsgagna. Sigurveig hefur starfað í húsgagnadeild A4 frá árinu 2017, fyrst sem viðskiptastjóri og síðar sem söluráðgjafi. Hún hefur því tekið þátt í uppbyggingu þessarar öflugu deildar nánast frá því að henni var komið á laggirnar. Áður en hún hóf störf hjá A4 starfaði hún sem sérfræðingur hjá Arion banka. Sigurveig er með APME í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og diplóma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×