Það var opinber Twitter-reikningur Evrópudeildarinnar sem birti lista yfir fimm fallegustu mörk riðlakeppninnar, en við Íslendingar eigum tvo fulltrúa á listanum. Óðinn á sem áður segir fallegasta markið, en Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, kemst einnig á lista.
Mark Óðins stóð þó upp úr því hann skoraði beint úr hornkasti þegar lið hans, Kadetten Schaffhausen, var einu marki undir og aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Í raun er ekki einu sinni hægt að segja að markvörður Benfica hafi verið illa staðsettur, en á einhvern ótrúlegan hátt tókst Óðni að finna glufu á nærstönginni og troða boltanum í netið. Óðinn og félagar unnu að lokum nauman eins marks sigur í leiknum, 27-28.
Mark Magnúsar er einnig afar glæsilegt, en það skoraði hann í öruggum sigri Valsmanna gegn Benidorm í Origo-höllinni. Magnús leikur þá skemmtilega á varnarmenn gestanna áður en hann leggur boltann snyrtilega yfir höfuð markvarðarins.
Sjón er þó sögu ríkari og hægt er að sjá mörk þeirra Magnúsar og Óðins, ásamt hinum mörkunum þremur á topp fimm listanum, í Twitter-færslunni hér fyrir neðan.
The award of the best goal of the group phase goes to: ______ #ehfel
— EHF European League (@ehfel_official) March 15, 2023
5️⃣ Nikola Ivanovic | @HT_TatranPresov 🤯
4️⃣ Magnús Óli Magnússon | Valur 😎
3️⃣ Esteban Salinas | @BMGranollers 😱
2️⃣ Ramiro Martinez | @bmbenidorm 😳
1️⃣ Odin Thor Rikhadsson | @kadettensh 🚀 pic.twitter.com/WLrH2nyHbC