Viðskipti innlent

Jón Ólafur hafði betur gegn Auði í for­manns­kjöri hjá SVÞ

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, verður áfram formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, verður áfram formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/Vilhelm

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, var endurkjörinn formaður Samtaka verslunar og þjónustu til tveggja ára í morgun þegar aðalfundur samtakanna fór fram. Jón Ólafur hafði þar betur gegn Auði Daníelsdóttur, forstjóra Orkunnar, sem einnig bauð sig fram. Jón Ólafur hlaut 35.495 atkvæði eða tæplega 56 prósent atkvæða og Auður 27.696 atkvæði eða rúmlega 43 prósent atkvæða.

Alls bárust tvö framboð til formanns og sjö framboð í þau þrjú sæti meðstjórnenda sem kosið var um en í tilkynningu segir að í sæti meðstjórnenda til næstu tveggja starfsára hafi verið kjörin þau Egill Jóhannsson hjá Brimborg hf., Guðrún Jóhannesdóttir hjá Kokku ehf., og Hinrik Örn Bjarnason hjá Festi hf.

Stjórn er því skipuð eftirfarandi aðilum starfsárið 2023-2024: 

  • Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, formaður SVÞ 
  • Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf 
  • Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs og samskiptasviðs Eimskips 
  • Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar 
  • Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku
  • Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa 
  • Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1

Jón Ólafur hefur gegnt embætti formanns SVÞ í fjögur ár. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×